fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Pressan

Var lokuð inni í lyftu í 60 klukkustundir – Milljarðamæringurinn hafði ekki sett neyðarhnapp í hana

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. janúar 2019 19:30

Lyftuferðin var afdrifarík. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgin var allt annað en ánægjuleg fyrir ráðskonu milljarðamærings, sem býr á Upper East Side á Manhattan í New York, því hún eyddi henni föst í lyftu í húsi vinnuveitanda síns. Engin neyðarhnappur er í lyftunni en slíkur hnappur á að vera í lyftum í borginni samkvæmt reglum.

Marites Fortaliza, 53, fór inn í lyftuna á föstudagskvöldið en hún festist á milli annarrar og þriðju hæðar. Hún starfar hjá milljarðamæringnum Warren Stephens og á hann húsið sem lyftan er í. Það varð Fortaliza til bjargar að á mánudagsmorguninn kom sendill að húsinu til að afhenda pakka. Hann heyrði neyðaróp Marites og undraðist að ekki var komið til dyra. Hann hringdi því í Stephens sem fékk dóttur sína til að koma á staðinn.

Stephens og kona hans voru í Arkansas og hafði Fortaliza verið að þrífa heimili þeirra á meðan.

Ekki er vitað með vissu hversu lengi Fortaliza sat föst í lyftunni, sem er pínulítil, en talið er að það hafi verið að minnsta kosti 60 klukkustundir. Þetta hvar greinilega engin sældardvöl því hún var flutt beint á sjúkrahús eftir að hún hafði verið frelsuð enda hafði hún ekki drukkið neitt allan þennan tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Í gær

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjögurra barna móðir skotin til bana – fór á rangt heimili í vinnunni

Fjögurra barna móðir skotin til bana – fór á rangt heimili í vinnunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið