fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Hér búa íslenskar tískudrottningar og kóngar – Sjáðu myndirnar

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 19:30

Tíska Tískuhús

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV heldur áfram að skoða hvernig fulltrúar hinna ýmsu stétta hafa komið sér fyrir á fasteignamarkaði. Áður hefur DV skoðað hvernig stjórnendur bankanna búa, sem og fulltrúar launþega, stjórnendur lífeyrissjóðanna og forstjórar hinna ýmsu stórfyrirtækja.

Í þetta sinn er komið að þeim sem skapað hafa tísku landsmanna, margir til fjölda ára, hönnuðum og/eða eigendum hinna ýmsa tískuverslana landsins.

DV fletti upp á heimilum tíu einstaklinga og kaupverði eignanna. Kennir þar ýmissa grasa. Athygli vekur að flestir þeirra velja að búa í miðbæ Reykjavíkur, enda eru nokkrar verslananna staðsettar þar, og/eða hófu starfsemi sína þar.

Hæsta kaupverðið á tískuheimili var 105 milljónir króna en lægsta kaupverðið var tæplega 23 milljónir króna. Hafa verður í huga að hæsta verðið var greitt 2013, en hið lægsta 2004. Nokkur stærðarmunur er á eignunum, stærsta tískuhúsið er heilir 617 fermetrar og það minnsta er 87 fermetrar að stærð.

Lindargata 25 Kormákur Geirharðsson, annar eigenda Kormáks & Skjaldar, og kona hans, Dýrleif Ýr Örlygsdóttir, búa í fallegu 236 fermetra húsi sem byggt var árið 1906. Kormákur keypti fyrsta hluta hússins árið 1993, og síðan hafa þau eignast allt húsið sem er á þremur hæðum. Falleg eign á frábærum stað í hjarta miðbæjarins.

Lindargata 37 Marta Árnadóttir, önnur systranna sem eiga og kenndar eru við Vero Moda/Best Seller-veldið, býr á áttundu hæð í Skuggahverfinu, en blokkin var byggð árið 2010. Íbúðin er 198 fermetrar, keypt í desember 2013 og var kaupverðið 105 milljónir króna. Glæsileg eign með frábæru útsýni yfir miðborgina, sjóinn og Esjuna.

Njálsgata 15A Jón Davíð Davíðsson, annar eigenda Húrra Reykjavík, keypti sér 87 fermetra íbúð í mars 2018 í fallegu húsi í miðbænum. Kaupverðið var 48 milljónir króna. Skemmtileg staðsetning á nýlega uppgerðu húsi.

Fjölnisvegur 10 Helga Árnadóttir, önnur systranna, sem eiga og kenndar eru við Vero Moda/Best Seller-veldið, býr í glæsilegu 617 fermetra húsi, sem byggt var árið 1935. Húsið keypti hún með fyrrverandi manni sínum, Grími Alfreð Garðarssyni, í apríl 2005. Einstök eign stutt frá Landspítalanum og Hallgrímskirkju.

Grundarstígur 3 Skjöldur Sigurjónsson, annar eigenda Kormáks og Skjaldar, býr ásamt konu sinni, Ísold Grétarsdóttur, í 161 fermetra húsi, sem byggt var árið 1913. Húsið keyptu þau í september 2014 og var kaupverðið 22,9 milljónir króna. Skemmtileg eign í Þingholtunum.

Guðrúnargata 9 Heba Björg Hallgrímsdóttir, eigandi Absence of Colour, leigir íbúð að Guðrúnargötu 9. Góð staðsetning, með Klambratún hinum megin við götuna og miðbæinn innan seilingar.

Grenimelur 10 Jóhann Guðlaugsson, eigandi Geysis, býr ásamt konu sinni, Rakel Þórhallsdóttur, í 278 fermetra húsi, sem byggt var árið 1945. Húsið keyptu þau í mars 2016 og kaupverðið var 100 milljónir. Frábær staðsetning í vesturbænum, stutt á KR-völlinn, í Melabúðina og í miðbæinn.

Kvistaland 1 Svava Johansen, sem ávallt er kennd við 17, býr ásamt manni sínum, Birni K. Sveinbjörnssyni, í 441 fermetra húsi sem byggt var árið 1973. Húsið keyptu þau í ágúst 2008 og var kaupverðið 110 milljónir króna. Falleg eign í náttúrufegurðinni í Fossvogsdal.

Rauðagerði 51 Hjónin Kristín Birgisdóttir og Heiðar Sigurðsson, eigendur Felds, búa í 305 fermetra húsi sem byggt var árið 1981. Húsið keyptu þau af Eimskipafélaginu árið 1992 með makaskiptum. Glæsileg eign í Gerðunum.

Haukanes 13 Lilja Hrönn Hauksdóttir, sem ávallt er kennd við Cosmo, býr ásamt manni sínum, Jakobi Frey Jakobssyni, í glæsilegu 517 fermetra húsi sem byggt var árið 1980. Húsið keyptu þau í júlí árið 1995 og var kaupverðið 28, 7 milljónir króna. Glæsileg eign á Arnarnesinu.

Sjá einnig seinni hluta: Hér búa íslenskar tískudrottningar og kóngar – Sjáðu myndirnar

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta