fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
FókusKynning

Leystu sjaldnar vind

Meltingarsérfræðingur deilir nokkrum góðum ráðum

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 1. desember 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við vissar aðstæður getur það verið vandræðalegt en staðreyndin er sú að ekkert okkar kemst hjá því að leysa vind. En hversu of við leysum vind og hvort sérstaklega vond lykt fylgi er að einhverju leyti undir okkur sjálfum komið.

Lisa Ganjhu meltingarsérfræðingur deildi með lesendum Mens Health-tímaritsins ástæðum þess að við leysum vind oftar en góðu hófi gegnir. Mataræði leikur stórt hlutverk og segir Lisa að þeir sem drekka mikið gos og drekka vökva í gegnum rör séu líklegri en aðrir til að leysa vind. Sætindi og gervisykur, sem líkaminn á erfitt með að melta, hefur einnig sitt að segja.

Hollt mataræði sem inniheldur til dæmis kál, rósakál og brokkólí getur einnig haft áhrif enda eiga sumir erfitt með að melta þessar tegundir grænmetis. Mjólkurvörur eru einnig taldar hafa slæm áhrif á vindgang; sérstaklega hjá þeim sem eru með mjólkuróþol. Loks bendir Lisa á að kvíði og stress geti leitt til vindverkja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
Kynning
16.06.2023

Þúsundir Mosfellinga hafa nýtt sér aðstöðuna hjá Eldingu Líkamsrækt

Þúsundir Mosfellinga hafa nýtt sér aðstöðuna hjá Eldingu Líkamsrækt
Kynning
04.05.2023

Frábær tilboð í tilefni af afmæli BAUHAUS

Frábær tilboð í tilefni af afmæli BAUHAUS