fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Pressan

Fjölskylduharmleikur – Myrti börnin sín tvö og tók síðan eigið líf – Tilkynnti ákvörðun sína á Facebook

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. janúar 2019 08:05

Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 21.24 í gærkvöldi barst lögreglunni í Sala í Svíþjóð tilkynning frá áhyggjufullu fólki um að karlmaður hefði skýrt frá því á Facebook að hann ætlaði að myrða tvö ung börn sín og taka eigið líf. Lögreglan brást skjótt við og fór að heimili mannsins en það var um seinan. Í húsinu fundu lögreglumenn tvö ung börn látin sem og föður þeirra.

Aftonbladet skýrir frá þessu en eins og DV skýrði frá fyrr í morgun taldi lögreglan ljóst frá upphafi að einn hinna látnu hefði orðið hinum tveimur að bana og síðan tekið eigið líf. Lögreglan hefur ekki viljað segja neitt um málið enn sem komið er annað en að það sé rannsakað sem morð og að ættingjar hinna látnu fá alla nauðsynlega aðstoð.

Aftonbladet segir að maðurinn, sem er grunaður um að hafa skotið börnin sín til bana, hafi verið um 45 ára og hafi haft aðgang að skotvopnum. Hann rak eigið fyrirtæki og hafði aldrei komist í kast við lögin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali