fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Hjartnæmt augnablik þegar hundur kveður eigandi sinn

„Ef þú þekktir bróður minn, þá veistu að hann elskaði þennan yndislega hund“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 10. desember 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta átakanlega en hjartnæma augnablik af tíkinni Mollie að kveðja eiganda sinn Ryan Jessen í hinsta sinn hefur farið sem eldur í sinu um netheima í vikunni.

Það var í síðasta mánuði sem Jessen, frá Kaliforníu í Bandaríkjunum, hélt að hann væri að fá svæsið mígreniskast. Annað kom á daginn því skömmu síðar var hann lagður inn á spítala vegna heilablæðingar sem hann náði sér ekki af. Fjölskylda og ástvinir hans komu saman á sjúkrahúsinu þann 30. nóvember síðastliðinn til að kveðja hann. Fengu þau leyfi fyrir að hafa tíkina Mollie með í för en hún og Ryan voru afar náin.

Systir hans deildi síðan meðfylgjandi myndbandi af augnablikinu þegar Mollie fær að kveðja eiganda sinn á dánarbeðinum á Facebook degi síðar. Myndbandið hefur farið víða síðan þá og snert hundruð þúsunda áhorfenda.

„Ef þú þekktir bróður minn, þá veistu að hann elskaði þennan yndislega hund,“ skrifaði Michelle Jensen í færslunni með myndbandinu. Þar má sjá Mollie, augljóslega í uppnámi, að þefa af eiganda sínum á merkingarþrunginn hátt, nánast eins og hún sé að grátbiðja hann að standa upp og jafna sig á þessu á sama tíma og hún áttar sig á því að eitthvað alvarlegt er að.

Michelle upplýsir einnig að bróðir hennar hafi verið líffæragjafi og að 17 ára piltur frá Kaliforníu, sem á afmæli á jóladag, hafi fengið hjartað úr Ryan.

Fjölskyldan kveðst snortin yfir þeim stuðning og samúðarkveðjum sem henni hafa borist síðustu daga.

Ryan Jessen var 33 ára gamall þegar hann lést.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“