fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Fleiri stíga fram og saka leikstjóra Bohemian Rhapsody um kynferðislega áreitni

Tómas Valgeirsson
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir karlmenn hafa stigið fram og sakað leikstjórann Bryan Singer um kynferðislega áreitni. Ásakanir þessar eru af ýmsum toga og er kvikmyndagerðarmaðurinn meðal annars sakaður um að hafa nauðgað einum og eru atvikin sögð hafa átt sér stað um miðjan tíunda áratuginn. Á þeim tíma voru mennirnir allir undir lögaldri.

Fréttamiðillinn The Atlantic greindi fyrst frá þessu, en samkvæmt veitunni stóð rannsókn málins yfir í rúmt ár og var rætt við fleiri en mennina fjóra.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Singer er sakaður um að hafa beitt unga menn kynferðisofbeldi. Að sögn vefmiðilsins AV Club hefur fjöldi ungra manna stigið fram og sagt viðlíka sögur af kynnum sínum við Singer í veislum, sem virðast ganga út á að kynna unga samkynhneigða menn fyrir eldri og valdameiri mönnum. Þessum ásökunum hefur lögfræðingur Singers neitað, en árið 2014 höfðaði hinn 31 árs gamli Michael Egan einkamál á hendur Singer og framleiðandanum David Neuman. Segir Egan mennina hafa nauðgað sér í veislum á Havaí og í Los Angeles árið 1999, en þá var Egan fimmtán ára.

Hagaði sér eins og rándýr

Í samtali við The Atlantic sagði Victor Valdovinos að hann hafi verið þrettán ára þegar Singer áreitti hann. Þá var Valdovinos þrettán ára gamall og gegndi hlutverki statista við tökur á kvikmyndinni Apt Pupil, sem Singer leikstýrði árið 1997. Í apríl árið 1998 voru framleiðendur myndarinnar kærðir af foreldrum fjórtán ára drengs að nafni Devin St. Albin. Í kærunni stóð að Singer hafi beðið Devin og fleiri drengi um að afklæðast fyrir sturtusenu, án þess að leita leyfis foreldra þeirra. Málinu var vísað frá vegna skorts á sönnunargögnum.

Hinir kærendurnir vildu ekki láta nafngreina sig en einn gengur undir dulnafninu Ben. Að hans sögn kynntist hann Singer í samkvæmi og lagði leikstjórinn hendur á kynfæri Ben, án samþykkis hans, en hann var þá sautján ára.

„Hann hagaði sér eins og rándýr. Hann tældi marga til sín með áfengi og eiturlyfjum með von um að hita mann upp fyrir kynmök,“ segir í lýsingu hjá Ben.

Sagður erfiður í samstarfi

Þessar nýju ásakanir birtast í kjölfar þeirra fimm Óskarstilnefninga sem kvikmyndin Bohemian Rhapsody hlaut í gær. Myndin hlaut meðal annars tilnefningu í flokki bestu kvikmyndar, bestu klippingu og besta leikara í aðalhlutverki.

Singer er merktur sem leikstjóri myndarinnar, en í fyrrasumar tilkynnti framleiðslufyrirtækið 20th Century Fox að hann hafi verið rekinn frá framleiðslunni. Þetta var gert þegar aðeins tvær vikur voru eftir af tökum myndarinnar.

Ástæða brottvikningar Singers var sögð sú að hann hafi þótt ótrúlega erfiður í samstarfi, auk þess að hafa horfið af tökustað, þó hann hafi síðar neitað því í yfirlýsingu. Í hans stað fékk fyrirtækið breska kvikmyndagerðarmanninn Dexter Fletcher til að klára myndina.

Singer á að baki farsælan feril sem leikstjóri og kvikmyndaframleiðandi. Hann leikstýrði og framleiddi meðal annars The Usual Suspects, X-Men og Valkyrie. Hins vegar hefur leikstjórinn verið duglegur að halda sig fjarri kynningarherferðum kvikmynda sinna síðustu árin í ljósi þeirra fjölda ásakana sem bornar eru á hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar