fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Smári McCarthy: „Fólk vill ekki innri landamæri á Íslandi“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 11:20

Smári McCarthy

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andstaðan við veggjaldahugmynd Sigurðar Inga Jóhannssonar í samgönguáætlun mælist 56,1 prósent samkvæmt könnun Fréttablaðsins, líkt og Eyjan greindi frá í morgun. Er það í takt við aðrar kannanir sem gerðar hafa verið um málefnið.

Veggjöldin eiga að verða langtíma tekjustofn fyrir ríkið til uppbyggingar og viðhalds á vegakerfinu, þar sem séð er fram á minnkandi tekjur af bensín- og olíugjalds með aukinni rafbílavæðingu. Því hefur þó verið haldið á lofti að veggjöld séu einungis viðbótarskattur, sem muni renna beint í ríkishítina í stað þess að fara í vegakerfið.

Þær fullyrðingar má styðja með þeirri staðreynd að aðeins lítill hluti af tekjum ríkisins af ökutækjum fer í vegakerfið. Frá árinu 2014 hefur ríkið innheimt 331 milljarð króna í tekjur af ökutækjum landsmanna á einn eða annan hátt. Á sama tímabili hefur ríkið aðeins varið 73 milljörðum króna í viðhald vega og nýframkvæmda á vegakerfinu. Með öðrum orðum, þá hafa 258 milljarðar af 331 milljarði, ekki verið nýttir til vegamála frá árinu 2014.

Sjá nánarAðeins 73 milljarðar af 258 fóru í vegamál:„Þessi útskýring hjá forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar er náttúrulega einn risastór brandari“

Smári McCarthy, þingmaður Pírata,  víkur að slíkri gagnrýni í færslu á Facebook. Hann fullyrðir að verði veggjaldið að veruleika, lækki framlagið til vegaframkvæmda:

„Flest fólk vill ekki innri landamæri á Íslandi. Þetta er ekki eins og Hvalfjarðargöngin, þar sem fólk hafði val, og göngin voru hreinlega betri kostur. Hér er verið að tala um að allar leiðir út úr eða inn í höfuðborg landsins verði greiðsluskyldar, sem og ýmsar aðrar leiðir hér og þar um landið. Ekki er búið að rökstyðja með hvaða hætti þetta er betri leið til að fjármagna vegaframkvæmdir en núverandi fyrirkomulag. Þið megið algjörlega trúa því að ef veggjöld verða sett á mun næst vera lækkað framlag úr ríkissjóði til vegaframkvæmda, enda er yfirfærsla almennra skatta yfir í sértæka gjaldtöku áratugagamalt þema hjá Sjálfstæðisflokknum og þeirra viðhengjum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að