fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Píratar leggja fram nýtt stjórnarskrárfrumvarp – „Vilji íslensku þjóðarinnar verði virtur“

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Mánudaginn 21. janúar 2019 17:49

Þingflokkur Pírata

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingflokkur Pírata lagði fram frumvarp í dag á Alþingi að nýrri stjórnarskrá. Er frumvarpið byggt á frumvarpi stjórnlagaráðs ásamt vinnu Alþingis í kjölfarið á því frumvarpi. Að sögn þingflokks Pírata er þetta í fyrsta skiptið sem slíkt frumvarp er lagt fram. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna á árinum 2009 til 2013 boðuðu til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið en enn þá hefur ekki verið breytt stjórnarskránni.

Í yfirlýsingunni kemur fram að 2.284 dagar eru síðan þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram um gildistöku nýju stjórnarskrárinnar, þar sem rúmlega tveir þriðju kjósenda að tillögur stjórnlagaráðs ætti að verða lagðar til grundvallar að nýrri stjórnarskrá landsins. Samkvæmt könnun sem MMR gerði í október 2018, telur meirihluti Íslendinga að mikilvægt sé að fá nýja stjórnarskrá.

Hér að neðan má sjá yfirlýsingu Pírata í heild.

Þingflokkur Pírata hefur lagt fram frumvarp að nýrri stjórnarskrá, byggða á frumvarpi stjórnlagaráðs og vinnu Alþingis í kjölfarið. Er þetta í fyrsta skiptið sem slíkt frumvarp er lagt fram, en framlagning þess felur í sér möguleikann á að halda vinnunni við nýju stjórnarskrána áfram þar sem frá var horfið árið 2013.

Þann 20. október 2012 fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um gildistöku nýju stjórnarskrárinnar, þar sem rúmlega ⅔ kjósenda svöruðu því að þeir teldu að tillögur stjórnlagaráðs ættu að verða lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Þrátt fyrir það hefur Alþingi enn ekki lokið við lögfestingu nýju stjórnarskrárinnar, þrátt fyrir að hafa haft til þess 2.284 daga.

Það er íslenska þjóðin sjálf sem er stjórnarskrárgjafinn og hún hefur ákveðið að gefa sjálfri sér nýja stjórnarskrá. Þingmönnum og leiðtogum þjóðarinnar ber skylda til að halda áfram þeirri vinnu sem þeim var falið að vinna með þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2012. Þingflokkur Pírata leggur því sitt af mörkum með framlagningu uppfærðar nýrrar stjórnarskrár til að vilji íslensku þjóðarinnar verði virtur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum