fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Meirihluti lækna telur staðsetningu Landspítala óheppilega

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 21. janúar 2019 13:15

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfir 60 prósent lækna á Íslandi telja að staðsetning Landspítala við Hringbraut sé óheppileg og þörf sé á nýju staðarvalsmati vegna byggingar nýs spítala. Þetta leiðir ný könnun um líðan og starfsaðstæður lækna í ljós, sem kynnt verður á árlegum Læknadögum sem haldnir verða í Hörpu dagana 21.-25. janúar.

Um helmingur lækna hefur á tólf mánaða tímabili íhugað að hætta störfum og meirihluti þeirra telur sig vera undir of miklu álagi, með tilheyrandi streitueinkennum, vanlíðan og sjúkdómseinkennum. Þá telur um helmingur lækna að þeir geti ekki uppfyllt kröfur eða ráðið við tímaþröng í starfi og sveftruflanir séu algengar. Á því tólf mánaða tímabili sem spurt var um hefur u.þ.b. helmingur lækna hugleitt það oft eða stundum að láta af störfum, samkvæmt tilkynningu.

Ólafur Ævarsson geðlæknir, segir við Eyjuna að könnunin sé afar marktæk, enda sé um þverskurð lækna að ræða í könnuninni.

Einelti og ofbeldi

„Einelti og kynbundið ofbeldi virðist því miður sambærilegt við margar aðrar starfsstéttir. Tæplega 7% kvenna töldu sig hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti á vinnustað síðustu þrjá mánuðina og 47% einhvern tímann á starfsævinni. Sambærilegar tölur hjá körlum voru 1% og 13%. Sjö prósent svarenda taldi sig hafa orðið fyrir einelti á síðustu þremur mánuðum og 26% einhvern tímann á starfsævinni,”

segir í tilkynningu.

Afstaða til launakjara skiptist í tvo álíka stóra hópa. 45% svarenda voru mjög eða frekar ósammála því að laun þeirra væru sanngjörn en 42% svarenda voru því mjög eða frekar sammála. Að meðaltali var vinnuvika um fjórðungs þátttakenda á bilinu 61-80 klukkustundir og 4% voru með yfir 80 unnar klukkustundir á viku. Einungis um fjórðungur allra starfsstöðva taldist vera hæfilega mannaður en í um 72% tilvika þóttu þær vera undirmannaðar. Um helmingur svarenda taldi þó að íslensk heilbrigðisþjónusta væri sambærileg við það sem þeir þekktu í nágrannalöndum. Yfir 60% lækna töldu staðsetningu Landspítala við Hringbraut óheppilega og þörf á nýju staðarvalsmati vegna byggingar nýs spítala.

Könnunin var unnin í október síðastliðnum fyrir Læknafélag Íslands af Forvörnum ehf. undir stjórn Ólafs Þórs Ævarssonar geðlæknis. Alls bárust svör frá 728 læknum eða ríflega helmingi allra lækna á Íslandi. Aldursdreifing og skipting á milli kynja var í ágætu samræmi við stéttina í heild sinni og sömuleiðis skipting á milli starfsstöðva (sjúkrahús, heilsugæsla, einkarekstur, opinber rekstur o.s.frv.). Niðurstöðurnar eru áþekkar á milli ólíkra starfsstöðva og virðast gefa glögga heildarmynd af atvinnutengdri líðan lækna um þessar mundir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að