fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Sífrerinn í Síberíu fer minnkandi – Getur haft gríðarlegar afleiðingar fyrir allan heiminn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. janúar 2019 05:59

Sífreri í Síberíu bráðnar í svona hita.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef sífrerinn bráðnar getur losnað um gríðarlegt magn af gróðurhúsalofttegundum sem streyma þá út í andrúmsloftið og bæta enn á loftslagsbreytingarnar. Að meðaltali hefur sífreri hlýnað um 0,3 stig á undanförnum áratug og í Síberíu hitnaði hann um 0,9 stig frá 2007 til 2016.

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn vísindamanna við háskóla í Þýskalandi, Kanada, Bandaríkjunum, Danmörku, Noregi, Rússlandi og fleiri löndum. Rannsóknin var birt í vísindaritinu Nature í vikunni. Þar segja vísindamennirnir að bráðnun sífrera geti hert enn frekar á hnattrænni hlýnun því hún losi um lífræn kolefni.

Sífreri eru þau svæði þar sem hitastig er svo lágt allt árið að jarðvegurinn er frosinn árum saman. Hvergi er meiri sífreri en í Síberíu þar sem hann getur verið allt að kílómetra þykkur og innhaldið mikið af gömlum kolefnum. Þegar kolefnin komast í snertingu við súrefni myndast koltvísýringur sem losnar út í andrúmsloftið. Gamalt metan mun einnig leka út í andrúmsloftið. Það er einmitt þetta sem veldur vísindamönnunum áhyggjum.

Sífrerinn er viðkvæmur fyrir hækkandi hitastigi og breytingum á snjókomu. Það er mikilvægt í þessu samhengi því loftið yfir heimskautasvæðum og háttliggjandi svæðum hefur hlýnað hraðar en á öðrum svæðum segja vísindamennirnir í rannsókninni.

Niðurstöður annarra rannsókna benda til að stór hluti af sífrera geti bráðnað þrátt fyrir að meðalhitinn á heimsvísu hækki aðeins um tvö stig fram að næstu aldamótum. Ef það gerist mun koltvísýringur og metan sleppa út í andrúmsloftið. Vísindamennirnir segja að reikna megi með að þetta ferli muni auka við hnattræna hlýnun og muni sú aukning nema 0,13 til 0,27 stigum um næstu aldamót.

Gróðurhúsalofttegundirnar, sem reiknað er með að losni úr sífrera á næstu 80 árum, eru enn sem komið er ekki teknar með í útreikningum flestra loftslagsreiknilíkana. Vísindamenn, sem rannsaka sífrera, hafa árum saman bent á að bráðnunin muni hafa í för með sér miklu meiri losun gróðurhúsalofttegunda en reiknað hefur verið með. Á móti kemur að hluti af þeim gróðri sem mun þrífast vegna hlýnunarinnar mun binda hluta af koltvísýringnum en vísindamenn vita ekki hversu mikið það verður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri