fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Sjúkur raunveruleikaþáttur í bígerð í Rússlandi: Morð og nauðganir leyfilegar

Verður sjónvarpað allan sólarhringinn

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 19. desember 2016 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fátt mannlegt er framleiðendum raunveruleikaþátta óviðkomandi en þó er tilhneigingin sú að ganga alltaf lengra og lengra. Framleiðendur rússneska raunveruleikaþáttarins Game2: Winter ætla þó að ganga eins langt og hægt er. Þátturinn mun fjalla um 30 karla og konur sem eiga að bjarga sér í óbyggðum Síberíu. Há peningaverðlaun eru í boði fyrir þá sem komast lengst í mannrauninni. Þátttakendur þurfa að skrifa undir samning þar sem fram kemur að „allt megi“ í samkeppni þátttakenda, meðal annars hverskonar ofbeldi, nauðganir og jafnvel morð. Telegraph greinir frá.

Hugmyndafræði þáttanna snýst um að skapa ástand sem er best lýst sem „örvæntingarfullu stjórnleysi“ þar sem þeir hæfustu komast af. Veðurfar á svæðinu er afar harðneskjulegt og því þurfa þátttakendur að taka á honum stóra sínum til þess að lifa.

Áður en lesendur halda að heimurinn sé endanlega orðinn sturlaður þá er rétt að taka fram að ef þátttakendur gerast sekir um refsiverða háttsemi þá verða þeir, að öllum líkindum, sóttir til saka. Það eru aðeins framleiðendur sem munu fría sig allri ábyrgð ef þátttakendi slasar sig, drepst eða er drepur.

Annað sem vakið hefur verulega athygli er sú staðreynd að hver þátttakandi þarf að borga 10 milljón rúblur, um 18 milljónir króna, til þess að taka þátt í sturluninni. Þó verða einhverjir þátttakendur kosnir inn í netkosningunum.

Ráðgert er að þátturinn verði stanslaust í loftinu í 24 klukkustundir sem mun auk enn frekar á álag keppenda. „Það hefur aldrei verið raunveruleikaþáttur sem er alltaf í loftinu. Það er verður ekkert kvikmyndatökulið, aðeins myndavélar sem verða staðsettar um allt svæðið auk þess sem allir þátttakendur þurfa að ganga um með endurhlaðanlega myndavél.

Rússneski milljarðarmæringurinn og frumkvöðullinn, Yevgegny Pyatkovsky, stendur á bak við þættina en hann fullyrðir að 60 einstaklingar hafi sótt um þátttöku. „Ríkt og áhættusækið fólk sem þyrstir í krefjandi áskorun“, segir Pyatkovsky. Hann ítrekar þó að mögulegir þátttakendur verði að vera eldri en 18 ára og heilir á geði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hrafnkell ómyrkur í máli og trúði vart því sem hann sá – „Það var bara fáránlegt að horfa upp á þetta“

Hrafnkell ómyrkur í máli og trúði vart því sem hann sá – „Það var bara fáránlegt að horfa upp á þetta“
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Verðandi stjóri Liverpool minnir hann á goðsögnina

Verðandi stjóri Liverpool minnir hann á goðsögnina