fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Tveir látnir og 40 handteknir í aðgerðum yfirvalda gegn samkynhneigðum í Tsétséníu

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Þriðjudaginn 15. janúar 2019 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannréttindarsamtök í Rússlandi og um allan heim hafa fordæmt aðgerðir yfirvalda í Tsétséníu gegn samkynhneigðum þar í landi. Segja samtökin að um 40 samkynhneigðir einstaklingar hafa verið handteknir á undanförnum vikum og hafa tveir látist vegna pyntinga í fangelsi.

Frá árinu 2017 hafa yfirvöld í Tsétséníu sett af stað skipulagða herferð gegn samkynhneigðum að sögn mannréttindarsamtaka. Ramzan Kadyrov, forseti Tsétséníu, neitar öllum ásökunum. Hann hefur sagt að það séu engir samkynhneigðir einstaklingar í landinu, en séu þeir til eigi þeir að yfirgefa landið strax.

Síðan 2017 hafa ýmis mannréttindarsamtök aðstoðað yfir 150 samkynhneigða einstaklinga að flýja landið, þó ekki til Rússlands heldur aðallega til vesturlanda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað