fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Eyjan

Borgarfulltrúar í Reykjavík fengu launahækkun

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 14. janúar 2019 16:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grunnlaun borgarfulltrúa í Reykjavík voru hækkuð tæpar 16 þúsund krónur í janúar, úr 726 þúsundum í 742 þúsund. Þá var fastur starfskostnaður hækkaður um rúmar ellefuhundruð krónur, úr 52, 486 krónum í 53,613 krónur. Bréf þessa efnis var lagt fram á fundi forsætisnefndar síðastliðinn föstudag frá skrifstofu borgarstjórnar.

Borgarfulltrúar fá því tæpar 796 þúsund krónur alls á mánuði, fyrir skatt.

Kjararáð vildi ganga lengra

Alls hafa laun borgarfulltrúa því hækkað um rúmar 148 þúsund krónur frá því í apríl 2017, þegar ákveðið var í borgarstjórn að binda laun kjörinna fulltrúa við þróun launavísitölu. Árið áður hafði kjararáð hækkað laun borgarfulltrúa um rúm 44 prósent, sem skapaði nokkra úlfúð í samfélaginu og ákvað borgarstjórn að frysta launin til að byrja með og loks aftengja sig kjararáði.

Fyrir þá hækkun voru grunnlaun borgarfulltrúa 593,720 krónur á mánuði. Með hækkun kjararáðs hefðu grunnlaun orðið 856,949 krónur.

Grunnlaunin eru nú 742 þúsund, en ofan á kemur ýmis starfskostnaður og álagsgreiðslur sem getur numið hundruðum þúsunda. Til dæmis fá þeir borgarfulltrúar sem sitja í borgarráði greitt álag sem nemur fjórðungi af grunnlaunum. Fær formaður borgarráðs 40% álag.

Þá fá þeir borgarfulltrúar sem sitja í þremur eða fleiri fastanefndum einnig fjórðungsálag ofan á grunnlaunin, en borgarfulltrúum var fjölgað úr 15 í 23 í síðustu sveitarstjórnarkosningum.

Grunnlaun borgarfulltrúa eru uppfærð tvisvar á ári, í janúar og júlí ár hvert, samkvæmt þróun launavísitölu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Verðtryggingin dregur úr virkni stýrivaxta Seðlabankans

Snorri Jakobsson: Verðtryggingin dregur úr virkni stýrivaxta Seðlabankans
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hallgrímur vandar Katrínu ekki kveðjurnar- „Er einhver munur á VG og XD?“

Hallgrímur vandar Katrínu ekki kveðjurnar- „Er einhver munur á VG og XD?“