fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Fréttir

Guðmundur segir „myrkraöfl“ að verki: „Sérstaklega ömurleg aðför að ungu fólki“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 14. janúar 2019 11:00

Guðmundur Steingrímsson. Samsett mynd/DV/Skjáskot úr kvikmyndinni The Exorcist

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi formaður Bjartrar framtíðar, segir að hann hafi aldrei fengið jafn úrill og nöturleg viðbrögð við nokkru sem hann hafi talað fyrir á lífsleiðinni og þegar hann lagði til að breyta klukkunni. Núverandi fyrirkomulag sé „ömurleg aðför að ungu fólki“.

Umræðan um að breyta klukkunni í samræmi við hnattræna legu landsins hefur dúkkað upp reglulega síðastliðin ár, er málið nú aftur komið til umræðu í kjölfar greinargerðar forsætisráðuneytisins sem nú er í samráðsgátt Stjórnarráðsins. Málið er mjög umdeilt, þegar þetta er skrifað hafa yfir 700 umsagnir borist.

Guðmundur segir í grein í Fréttablaðinu í dag að sérfræðingar vilji breyta núverandi fyrirkomulagi: „Út af rangri klukku eru Íslendingar látnir vakna á hverjum virkum degi um miðja nótt. Sú tilhögun felur í sér sérstaklega ömurlega aðför að ungu fólki. Að vekja ungling á Íslandi að morgni skóladags yfir vetrarmánuðina er fyrir mörgum svipuð reynsla og að reyna að svæla púkann út úr stelpunni í Exorcist.“

Bætir hann við að Íslendingar hafi verið rændir eðlilegum svefni frá árinu 1968: „Vill Vigdís Hauks ekki skjóta því til héraðssaksóknara? Djók. En í alvöru talað: Getur verið að ævarandi lítil framleiðni á vinnumarkaði, metnotkun geðlyfja og brottfall ungmenna úr skólum, sé eitthvað tengt því að fólk fær ekki að sofa almennilega?“

Þegar hann lagði fram tillögu um breytingu klukkunnar fyrir nokkrum árum segir Guðmundur að hann hafi aldrei fengið jafn úrill og nöturleg viðbrögð við nokkru sem hann hafi talað fyrir á lífsleiðinni: „Eiginlega voru viðbrögð þeirra þess eðlis að þau vöktu grunsemdir í sjálfu sér um slæman svefn fólks. Ég var vændur um að hafa ekkert fram að færa annað en bara eitthvert klukkuhjal. Klukkumálið var talið bera málefnafátækt minni, og stjórnmálahreyfingarinnar, vitni. Viðbrögðin voru eins og handabendingar og hrakyrði vansvefta fólks sem vakið er um miðja nótt.“

Segir hann það vera myrkraöfl: „Þetta eru myrkraöflin, gæti ég svarað álíka vansvefta. Það er réttnefni. Þau vilja jú að fólk byrji daga sína sem oftast örþreytt í svartamyrkri. Eða hvað? Spurningar blasa við. Þær eru mjög athyglisverðar. Er lýðheilsa léttvæg? Er hægt að réttlæta þannig pólitík til lengri tíma? Hvað trompar lýðheilsu?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Skúli skammar Willum og Ölmu vegna sífelldra tafa á meðferð kvartana hjá embætti landlæknis

Skúli skammar Willum og Ölmu vegna sífelldra tafa á meðferð kvartana hjá embætti landlæknis
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Willum segir fylliefni stríð á hendur – Vill takmarka meðferðir til útlitsbreytinga án læknisfræðilegs tilgangs

Willum segir fylliefni stríð á hendur – Vill takmarka meðferðir til útlitsbreytinga án læknisfræðilegs tilgangs
Fréttir
Í gær

Vilborg segir að fólki sé misboðið vegna ákvörðunar Morgunblaðsins

Vilborg segir að fólki sé misboðið vegna ákvörðunar Morgunblaðsins
Fréttir
Í gær

Egill spyr hvort Íslendingar þurfi ekki að læra lexíu af Eurovision

Egill spyr hvort Íslendingar þurfi ekki að læra lexíu af Eurovision