fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Hildur gefur lítið fyrir hugmyndir Ólafs: „Mér finnst það ekki í lagi“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 16:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir hugmyndir um göngubrú eða undirgöng við Hringbraut. Grínistinn Halldór Halldórsson, best þekktur sem Dóri DNA, tísti í dag um frétt Eyjunnar um hugmyndir Ólafs Guðmundssonar, umferðarfræðings, um göngubrú yfir Hringbraut. Ólafur, sem er sérfræðingur í umferðarmálum, sagði hraðatakmarkanir ekki leysa neinn vanda heldur skapa enn meiri umferðarteppur og mengun.

Sjá einnigÓlafur skýtur niður umbótahugmyndir Lífar:„Þetta hefur ekkert með hraðann að gera“

Halldór dregur orð Ólafs í efa og segir: „Sorrí, en finnst fólki bara í lagi að leggja brýr og undirgöng á hringbrautina? Ég veit að þessi maður er umferðarfræðingur, en þurfum við kannski frekar skipulagsfræðinga að borðinu?“

Hildur svarar tístinu og segir:

„Mér finnst það ekki í lagi. Slysakort sýna að slys við Hringbraut verða á mjög dreifðu svæði. Ein göngubrú/undirgöng munu aldrei leysa slysahættuna við Hringbraut. Þau yrðu fyrst og fremst kostnaður fyrir skattgreiðendur sem myndi ekki leiða til bestu niðurstöðu“

Hildur Björnsdóttir er því ósammála Ólafi Guðmundssyni og einnig ósammála Kjartani Magnússyni, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem reyndi í mörg ár að fá göngubrú yfir Hringbraut.

Sjá einnig: Líf boðar róttækar umbætur:„Í mínum huga á að draga úr umferðarhraða á Hringbraut“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum