fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Hákon selur rándýrt kampavín í miðjum réttarhöldum

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hákon Örn Bergmann, einn þeirra sem er ákærður í Skáksambandsmálinu svokallaða, auglýsir til sölu á Facebook rándýra níu lítra flösku af Moet Brut Imperial. Slík flaska er ekki seld í Vínbúðinni en ljóst er að verðmæti hennar hleypur á tugum þúsunda, þar sem 750 millilítrar af sama vín kostar ríflega sex þúsund krónur.

„Óska eftir tilboði í Moet Brut Imperial 9 lítra. Flaskan kemur í flottum trékassa. Það má áætla að það séu uþb. 110 kampavínsglös í flöskunni. Hentugt fyrir stórafmæli, brúðkaup ofl.,“ skrifar Hákon Örn innan Facebook-hópsins Vínbúðin. Hákon var eigandi veitingastaðarins Hvíti Riddarinn sem var meðal stærstu veitingastaða í Mosfellsbæ.

Hákon er ákærður í Skáksambandsmálinu ásamt Sigurði Kristinssyni fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots. Sigurður er ákærður fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutninginn á fimm kílóum af amfetamíni, sem ætlað hafi verið til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Hákon Örn er ákærður fyrir að hafa lagt á ráðin með Sigurði og tekið að sér að taka á móti fíkniefnunum hér á landi.

Aðalmeðferð í málinu hófst nú eftir áramóti en samkvæmt dagskrá dómstóla verður framhald á henni þann 25. febrúar næstkomandi. Við aðalmeðferð á dögunum sagði Hákon að hann hafi þekkt Sigurð lengi og sumarið 2017 hafi Sigurður lent í lausafjárvanda og fengið lánað hjá sér pening. Sigurður hafi flutt út og Hákon hafi vonast eftir pening frá honum vegna þess að hann sjálfur hafi vantað pening til að fjármagna kvikmyndina Fullir vasar. Hákon neitaði fyrir dómi að hafa vitað að sendingin innihéldi fíkniefni, hann hafi talið að í henni hafi verið peningar. Síðan hafi runnið á hann tvær grímur og sagði hann að á einhverjum tímapunkti hafi hann haldið að um eitt kíló af fæðubótarefnum væri að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur