fbpx
Laugardagur 13.desember 2025

Jim Carrey nýrakaður með nýja kærustu á Golden Globe verðlaununum í gær

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 7. janúar 2019 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Jim Carrey leit vel út á Golden Globe verðlaunahátíðinni í gær. Jim hefur látið lítið fara fyrir sér seinustu misseri eftir mikla erfiðleika í persónulífinu en í gær mátti glöggt sjá að hann hefur engu gleymt. Hann kynnti þar einnig nýju konuna í lífinu sínu, Ginger Gonzaga, sem leikur með honum í þáttunum Kidding sem lönduðu Jim tilnefningu til gyllta hnattarins í ár. 

Jim Carrey virtist hafa elst á aftur á bak þegar hann mætti á rauða dregilinn á Golden Globe verðlaununum í gær.  Hann hafði losað sig við skeggið sem hefur fylgt honum frá því að hann dró sig í hlé árið 2016 og yngdi það hann töluvert í útliti. Fyrrverandi kærasta hans Cathronia White tók eigið líf í september 2015. Í kjölfarið lögsótti fjölskylda hennar Jim og töldu hann bera ábyrgð á ótímabundnu fráfalli hennar. Jim var þó sýknaður af þeim ásökunum en dró sig kjölfarið út úr sviðsljósinu. Nú er hann mættur aftur, nýrakaður, með þætti sem hafa hlotið mjög góðar viðtökur og ástfanginn.

Ginger og Jim kynntust við tökur á þáttunum Kidding. „Hún er ekki bara falleg, hún er brjálæðislega hæfileikarík, stórkostleg og klár“, sagði Jim á rauða dreglinum í gær og sparaði þar ekki hrósin. Kannski að hann hafi losað sig við skeggið til að ekki væri eins áberandi hversu mikill aldursmunur er á parinu, en Jim er 56 ára gamall á meðan Ginger er 34 ára.

Á verðlaunaafhendingunni brá Jim á leik með kynnum þáttanna, Andy Samberg og Söndru Oh.

„Ég sé Jim Carrey sitja hérna fremst í kvikmyndahlutanum jafnvel þó hann sé tilnefndur fyrir sjónvarpsþátt“, sagði Sandra Oh.

„Það gengur ekki. Mér þykir það leitt Jim en við verðum að biðja þig um að yfirgefa kvikmyndahlutann og setjast með sjónvarpsliðinu“

Öryggisvörður fylgdi honum í nýtt sæti á meðan Jim þóttist ekki heyra afsökunarbeiðni kynnana.

„Fyrirgefðu en ég heyri ekki í ykkur. Ég sé varnirnar á ykkur hreyfast en það er töf, það tekur langan tíma fyrir hljóðið að berast þetta langt,“ sagði Jim og mátti glöggt sjá að Jim Carrey hefur engu gleymt þegar kemur að gríninu.

 

 

Bless skegg, við munum ekki sakna þín
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Vilja að Garðabær borgi meira fyrir skólpið

Vilja að Garðabær borgi meira fyrir skólpið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Sanna býður sig fram fyrir nýtt stjórnmálaafl

Sanna býður sig fram fyrir nýtt stjórnmálaafl
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Telur að Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool

Telur að Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Róbert Wessmann æfur og afboðar komu sína í þáttinn eftir viðtal við Albert – „ Glataður þáttur“

Róbert Wessmann æfur og afboðar komu sína í þáttinn eftir viðtal við Albert – „ Glataður þáttur“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kúbverji fær ekki vegabréfsáritun til Íslands – Sagt að kvarta við Svía

Kúbverji fær ekki vegabréfsáritun til Íslands – Sagt að kvarta við Svía

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.