fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Varð að jarðsetja dóttur sína tvisvar – „Sársauki sem þessi er ekki til að afbera. Ég hélt að útförinni væri lokið“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. janúar 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 4. desember var gerður keisaraskurður á Maren Abrahamsen þar sem stúlkan sem hún bar undir belti var látin. Tíu dögum síðar fór útför hennar fram en það reyndist vera fyrri útförin því heilbrigðisstarfsmenn gerðu skelfileg mistök. Kistan sem Maren fékk reyndist vera tóm því gleymst hafði að setja lík stúlkunnar í hana.

Maren býr í Paamiut á Grænlandi en fór til Nuuk til að eignast stúlkuna. Hún átti að eiga þann 3. desember en daginn áður lést stúlkan í móðurkviði og í framhaldinu var hún tekin með keisaraskurði.

„Sársauki sem þessi er ekki til að afbera. Að fara heim með látið barn. Ég hafði hlakkað svo til að eignast annað barn.“

Fimm dögum eftir útförina fékk Maren skilaboð um að kistan, sem hún hafði heim með sér frá Nuuk, hefði verið tóm eftir því sem segir í frétt Sermitsiaq.ag.

„Ég get ekki lýst tilfinningunni. Ég fékk áfall. Ég hugsaði með mér: „Af hverju þarf ég að ganga í gegnum þetta?““

Sagði hún í samtali við Sermitsiaq.

Önnur útför fór því fram viku eftir þá fyrri.

„Þetta er erfitt. Ég hélt að útförinni væri lokið og við gætum haldið lífinu áfram. Ég hafði aðeins náð áttum eftir útförina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra