fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Hafþór birti jólamynd og fékk yfir sig holskeflu af grimmum athugasemdum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 3. janúar 2019 13:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kraftajötuninn og leikarinn Hafþór Júlíus Björnsson, oft kallaður Fjallið, birti á aðfangadag mynd af sér og eiginkonu sinni, Kelsey Henson, á Instagram. Það væri ekki frásögur færandi nema fyrir þær sakir að tæplega tvö þúsund athugasemdir hafa verið skrifaðar við myndina. Þær eru flestar mjög neikvæðar og varða stærðarmun hjónanna.

Hafþór er sterkasti maður heims og ríflega tveir metrar á hæð meðan eiginkona hans er 157 sentímetrar. Hæðarmunur hjónanna er því umtalsverður. Hafþór er geysivinsæll á Instagram en þar fylgja honum 1,6 milljón manns, enda þekktur kraftajötunn og leikur auk þess í Game of Thrones, sem eru meðal vinsælustu sjónvarpsþátta í heimi.

Líkt og fyrr segir hafa furðumargir skrifað athugasemdir við myndina og varða margar kynlíf hjónanna. Óþarfi er að hafa mörg orð um þær athugasemdir.

Nokkrir gefa í skyn að Henson sé dóttir Hafþórs, líkt og notandi sem kallar sig papadigorgio. „Fullorðinn maður og dóttir hans … ó bíddu,“ segir hann.

Aðrir nefna ásakanir á hendur honum fyrir ofbeldi í sambandi en eins og áður hefur komið fram í fréttum kærði sambýliskonan fyrrverandi Hafþór fyrir frelsissviptingu árið 2017. Um svipað leyti stigu þrjár konur fram í Fréttablaðinu og lýstu  líkamlegu og andlegu ofbeldi af hendi hans. Meðal annars barnsmóðir Hafþórs. Hafþór hefur ávallt neitað sök í þeim málum.

Margir koma Hafþóri þó til varnar, líkt og joshuat8018. „Það er ekki eins og honum sé ekki skítsama. Hann myndi berja þá sem eru með skítkast ef hann vildi,“ segir hann. Aðrir hrósa þeim og óska þeim gleðilegra jóla.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem nettröll ráðast á Hafþór en í maí fjallaði DV um sambærilegt atvik. Þá hafði hann tjáð sig við breska fjölmiðilinn Mirror um leiðindi á samfélagsmiðlum. „Enginn segir svona lagað við mig í eigin persónu eða hótar að vaða í mig, en það er mikið af hugrökku fólki þarna á netinu sem tjáir sig,“ sagði hann þá og benti á að hann væri sterkasti maður heims meðan nettröllin hefðu lítið afrekað.

https://www.instagram.com/p/Brx9zQBA0Bx/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“