Fræga fólkið vann ýmiss störf áður en stjörnuheimar opnuðu dyr sínar, en hér eru níu stjörnur sem byrjuðu ferilinn á því að vinna á skyndibitastaðnum McDonald‘s.
Fyrrverandi spjallþáttakóngurinn hefur ekki alltaf verið farsæll grínisti. Áður en hann varð frægur skar hann kartöflur og afgreiddi á McDonald‘s. Hann hefur látið hafa eftir sér að yfirmaður hans hafi sett markið hátt og kennt honum mikilvæga lexíu um velgengni: Þú getur aldrei gengið of langt til að tryggja að þú sért að framleiða frábæra vöru.
Áður en Jeff stofnaði Amazon, eina stærstu vefsíðu heims, vann hann sem kokkur á McDonald‘s eitt sumar á táningsárunum. Hann hefur sagt að starfið hafi kennt honum að brjóta fullt af eggjum með einni hönd á ógnarhraða.
Uppvöxtur kántrísöngkonunnar var erfiður en áður en hún dembdi sér í heim kántrítónlistar vann hún á McDonald‘s í heimabæ sínum í Ontario í Kanada.
Leikkonan hefur slegið í gegn í myndum eins og The Notebook og Mean Girls en fyrir þá tíð tók hún á móti svöngum viðskiptavinum á McDonald‘s. Rachel vann þar í þrjú ár en hefur viðurkennt að hraðinn hafi verið of mikill fyrir hana.
Pink hefur sagt frá því að það hafi verið mikilvægt fyrir fjölskyldu hennar að hún myndi læra að vinna sér inn peninga frá unga aldri. Þess vegna byrjaði hún að vinna hjá McDonald‘s.
Keenan var yfirmaður á McDonald‘s áður en heimur kvikmyndanna heillaði.
Fyrstu skref tónlistarmannsins á vinnumarkaðinum voru á McDonald‘s. Hann náði hins vegar ekki mikilli velgengni í þeim bransa og var rekinn þrisvar sinnum fyrir að vera of latur. Sjálfur hefur hann sagt að hann hafi aðeins verið góður í því að borða kjúklinganagga á meðan hann vann þar. Það má segja að kaldhæðni örlaganna hafi síðan orðið til þess að hann samdi lagið I‘m Lovin‘ It með Justin Timberlake, en titill lagsins varð síðar slagorð McDonald‘s.
Leikkonan vann í hlutastarfi á McDonald‘s þar til hún landaði fyrsta fyrirsætustarfinu sínu þegar hún var nítján ára.
Leikarinn hætti í skóla árið 1996 og vann næturvaktir á McDonald‘s. Hann nýtti þetta starf til að prófa mismunandi hreima á viðskiptavini í bílalúgunni.