fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fókus

Fjölskyldusöngleikur Kristínar Helgu frumsýndur í Samkomuhúsinu

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 27. desember 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsti samlestur á Gallsteinum afa Gissa fór fram í Samkomuhúsinu á Akureyri um miðjan desember. Um nýjan fjölskyldusöngleik eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, Karl Ágúst Úlfsson og Þorvald Bjarna Þorvaldsson er að ræða en verkið verður frumflutt í Samkomuhúsinu 23. febrúar 2019.

„Það er hreint dásamlegt að heimsfrumsýning á Gissa og gallsteinakastinu verði á Norðurlandi og ég held niðri í mér andanum af spenningi! Óska leikarar, töfrandi tónlist og göldróttur leikstjóri. Þetta verður bara algjört kast,“ segir Kristín Helga sem gaf út samnefnda bók árið 2002. Kristín Helga er margverðlaunaður og án efa einn vinsælasti barnabókahöfundur landsins en á meðal bóka eftir hana eru bækurnar um Fíu Sól, Móa hrekkjusvín og Grímsævintýri – ævintýri hunds.

Leikstjóri söngleiksins er Ágústa Skúladóttir, leikmynd og búningar eru í höndum Þórunnar Maríu Jónsdóttur, lýsing eftir Lárus Heiðar Sveinsson og danshreyfingar eftir Katrínu Mist Haraldsdóttur. Hinn gamalreyndi Karl Ágúst Úlfsson leikur titilhlutverkið, afa Gissa sjálfan en með önnur hlutverk fara Benedikt Karl Gröndal, Birna Pétursdóttir, Jóhann Axel Ingólfsson, María Pálsdóttir og Margrét Sverrisdóttir. Með hlutverk barnanna fara Þórgunnur Una Jónsdóttir, Steingerður Snorradóttir, Örn Heiðar Lárusson og Daníel Freyr Stefánsson.

Gallsteinar afa Gissa fjallar um systkini sem búa á annasömu nútímaheimili og finnst sífellt verið að skipa sér fyrir. Eftir heimsókn til afa Gissa sem liggur á sjúkrahúsi eftir gallsteinaaðgerð tekur lífið óvænta stefnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims
Fókus
Í gær

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum