fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

Þarf að bjarga jólunum?

Egill Helgason
Sunnudaginn 23. desember 2018 21:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við fjölskyldan vorum í Bandaríkjunum um daginn. Þar verður maður aðeins var við hin undarlegu menningarátök sem birtast í því hvernig er talað um jólin og aðallega í hinum hefðbundnu jólakveðjum. Sumum finnst þetta ægilegt alvörumál, við skemmtum okkur í sjónvarpi um daginn við að horfa á mynd sem nefnist hvorki meira né minna en Saving Christmas. Hún fær reyndar ekki nema 1,5 í einkun á IMDB, en þar er tekið fast á þessu máli – það er meira að segja reynt að sannfæra áhorfandann um að jólatréð sé kristið tákn.

Í myndinni er tekið hart á fólki sem segir  Happy Holidays í staðinn fyrir Merry Christmas. Happy Holidays þykir hafa nokkuð víðtækari skírskotun – og þá til fólks sem er ekki endilega kristið. En sumir líta á þetta sem einhvers konar svik við jólin.

Þetta getur haft óvæntar hliðar. Donald Trump gerði það að einum af sínum stóru málum að bjarga jólunum með því láta fólk segja Merry Christmas. Hann hefur margoft talað um þetta, meira að segja í ræðu sem hann hélt um hásumar. En svo er greint frá því í fjölmiðlum í dag að í fyrirtækjum sem eru í eigu hans sé notuð kveðjan Happy Holidays. Þetta á við um hótel, búðir og veitingahús sem bera nafn hans. Þetta var semsagt eintóm sýndarmennska, eins og svo margt hjá Bandaríkjaforsetanum.

Auðvitað finnst manni þetta skipta afskaplega litlu máli, líkt og svo margt í menningardeilum samtímans. Eiginlega furða hvað er hægt að þrasa. En svo er maður allt í einu orðinn meðvitaður um þetta sjálfur, heimkominn gengur maður niður Laugaveginn og er segir Gleðilega hátíð við fjölda fólks sem maður hittir en ekki Gleðileg jól. Á eftir manni gengur unglingspiltur, sonur manns, og hlær og skríkir yfir vitleysunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben