fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Telja ummæli sérfræðings á Grensásdeild geta vakið ótta

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. desember 2018 06:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landspítalinn og Sjúkratryggingar Íslands gera athugasemdir við ummæli Páls Ingvarsson, sérfræðilæknis á Grensásdeild, um að það geti hugsanlega ógnað lífi sjúklinga að Sjúkratryggingar sömdu um kaup á þvagleggjum sem eru að hans mati ekki nægilega góðir en þeir eru ódýrari en þvagleggir sem Páll segir vera betri. Hann segir að þessi sparnaður geti reynst dýrkeyptur þegar upp verður staðið.

DV fjallaði um málið í síðustu viku. Fréttablaðið skýrir frá því í dag að María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga, og Rúnar Bjarni Jóhannsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans, hafi sent frá sér yfirlýsingu þar sem ummæli Páls eru gagnrýnd. Segir að misskilningur ríki í umræðunni um málið og hvatt er til upplýstrar umræðu sem skapi hvorki ótta né óöryggi hjá notendum.

Sjálfsbjörg og sérfræðilæknar hafa gagnrýnt að minna framboð sé á þvagleggjum og þvagvörum og segja málið alvarlegt.  Sjúkratryggingar segja að ekki hafi borist gilt tilboð um umræddar vörur og samkvæmt lögum um opinber innkaup megi ekki semja um aðrar vörur en þær sem boðnar eru með gildu tilboði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segja Rauðagerðismálið kalla á breytingar

Segja Rauðagerðismálið kalla á breytingar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum
Fréttir
Í gær

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“
Fréttir
Í gær

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

UNiO er ný stafræn markaðsstofa

UNiO er ný stafræn markaðsstofa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“