fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fókus

Ágústa Hera hannaði kápu sem auðveldar smygl á fatnaði

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 17. desember 2018 22:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hönnuðurinn og listakonan Ágústa Hera Harðardóttir hefur fundið hina fullkomnu leið til að smygla fataflíkum. Þetta segir hún á léttum nótum en í verslun hennar, Mynt við Hverfisgötu 16, afhjúpar hún frumgerð eigin hönnunar, kápu sem er gædd þeim eiginleika að hægt er að breyta henni í ferðatösku.

„Það er hægt að geyma föt í henni og þá þarftu ekki að borga yfirvigt á flugvellinum. Segjum að þú farir í helgarferð erlendis og kaupir þér allt of mikið, þá geturðu í rauninni smyglað flíkunum þínum heim,“ segir Ágústa.

Á morgun, þriðjudaginn 18. desember, stendur Ágústa fyrir sérstöku opnunarteiti, eins og hún kallar það, í versluninni þar sem í boði verður lifandi tónlist, ljóðalestur og fljótandi veitingar. Herlegheitin fara fram klukkan 17 til 20 og verða þau Heiða Hellvar, Hugleikur Dagsson, Ýmir Grönvold og Þórgnýr Inguson á meðal gesta.

„Við munum afhjúpa „prótótýpu“ eða frumgerð af kápunni,“ segir Ágústa. Ég gerði eina sambærilega týpu fyrir einhverjum tíu árum síðan, en þetta er ný, uppfærð útgáfa af þeirri hugmynd; þessari kápuferðatösku eins og ég kalla hana.“

Ágústa lærði fatahönnun í Danmörku og er jafnframt með mastersgráðu í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum. Hún segir að frumútgáfa kápunnar, sem áður vakti mikla athygli, hafi verið einfaldari en sú nýja. „Í þessari frumútgáfu var aðeins hægt að breyta töskunni í kápu og öfugt og hún var meira hugsuð fyrir tónleikaferðir og annað slíkt. Það getur kostað helling að fara með föt í fatahengi, sérstaklega úti í Danmörku, þannig að hugsunin var þá alltaf sú að þú gætir breytt kápunni í tösku og geymt allt dótið þitt þar. Þetta er líka þægilegt þegar þú ert í landi þar sem er heitt á daginn en kalt á kvöldin.“

Öðruvísi en aðrar verslanir

Þegar spurð að því hvernig nafnið Mynt varð fyrir valinu segir Ágústa ástæðuna vera margþætta. „Það var hérna myntusafnari áður fyrr í sama húsnæði, en þar að auki er svo fín mynta hér í garðinum hjá okkur sem við höfum búið til myntute úr,“ segir hún.

Að sögn hönnuðarins hefur mikil undirbúningsvinna farið í verslunina, sem hún lýsir sem lítilli en heimilislegri búð. „Við erum bæði með notað og nýtt og allt í bland. Hugmyndin er að hafa þetta huggulegt og öðruvísi heldur en aðrar verslanir eru.“

Í versluninni er einnig í boði veigamikið safn af vínylplötum úr safni Kára Þórs Arnþórssonar, sem er betur þekktur undir nafninu DJ Kári. „Hann er með endalaust mikið af plötum úr einkasafni sínu. Samanlagt á hann einhverjar sautján þúsund plötur og er með brot af því hér hjá okkur. Það geta allir komið og fengið sér kaffi og myntute. Það er hægt að kaupa vínyl ef maður vill og spila plöturnar úr því safni sem við höfum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Með fóbíu fyrir sturtu vegna vatnspyntinga kærastans

Með fóbíu fyrir sturtu vegna vatnspyntinga kærastans
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“