fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433Sport

Theodór þakkar Pöttru fyrir velgengni sína í hinum harða heimi: ,,Er henni ævinlega þakklátur“

Victor Pálsson
Mánudaginn 17. desember 2018 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Næsti gestur þáttarins er Theodór Elmar Bjarnason, landsliðsmaður í knattspyrnu.

Eins og kom fram á laugardaginn þá missti Elmar bróður sinn árið 2009 en hann tók sitt eigið líf.

Elmar segir að hann og bróðir sinn hafi verið mjög nánir á yngri árum en sambandið var ekki eins gott eftir að Elmar hélt út í atvinnumennsku.

Áfallið var mikið fyrir Elmar og hans fjölskyldu en sem betur fer er landsliðsmaðurinn á góðum stað í dag.

Elmar var nýbyrjaður í sambandi með Pöttru Sriyanonge þegar hann fékk fréttirnar og eru þau gift í dag.

Elmar segir að eiginkona sín hafi hjálpað sér mikið á þessum erfiða tíma og er henni ævinlega þakklátur.

Hún hefur einnig stutt við bakið á honum á löngum atvinnumannaferli en miðjumaðurinn hefur komið víða við.

,,Við höfðum verið saman í einhverja sex mánuði. Hún togaði mig heldur betur niður á jörðina,“ sagði Elmar.

,,Hún er bara yndisleg og á gríðarlega stóran þátt í minni velgengni eftir að við byrjuðum að vera saman. Ég er henni ævinlega þakklátur fyrir það.“

Meira:
Bróðir Elmars tók sitt eigið líf: ,Ég myndi ekki óska þess upp á minn helsta óvin að ganga í gegnum lífið, líðandi svona“
Elmar eyddi um efni fram og lifði á núðlum: ,,Það var oftar en einu sinni að maður átti ekkert til“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ten Hag verður ekki rekinn fyrir bikarúrslitaleikin

Ten Hag verður ekki rekinn fyrir bikarúrslitaleikin
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Mourinho á sér draum um endurkomu á Old Trafford í sumar

Mourinho á sér draum um endurkomu á Old Trafford í sumar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þessir fimm líklegastir til að taka við United verði Ten Hag rekinn

Þessir fimm líklegastir til að taka við United verði Ten Hag rekinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United ekki tapað fleiri leikjum á einu tímabili frá 1978

United ekki tapað fleiri leikjum á einu tímabili frá 1978
433Sport
Í gær

Tvö stórlið á Englandi hafa áhuga á Thomas Tuchel í sumar

Tvö stórlið á Englandi hafa áhuga á Thomas Tuchel í sumar