fbpx
Sunnudagur 20.janúar 2019
433Sport

Elmar eyddi um efni fram og lifði á núðlum: ,,Það var oftar en einu sinni að maður átti ekkert til“

Victor Pálsson
Laugardaginn 15. desember 2018 07:00

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ristjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Næsti gestur þáttarins er Theodór Elmar Bjarnason, landsliðsmaður í knattspyrnu.

Elmar tók stórt skref þegar hann var aðeins 17 ára gamall en hann samdi við skoska stórliðið Celtic.

Hann hafði vakið athygli með KR hér heima og skrifaði í kjölfarið undir hjá Celtic sem er risastórt félag.

Hann viðurkennir að breytingin hafi verið mikil en hann var mikið einn í Skotlandi og þurfti að þroskast mjög fljótt.

,,Það var mikil breyting. Maður var alltaf mikill mömmustrákur úr Vesturbænum,“ sagði Elmar.

,,Maður þurfti að læra að standa á eigin fótum fljótt. Það eru ýmsar freistingar og annað sem maður kannski hefði óskað sér að maður hefði ekki látið freistast.“

,,Það er ekkert sem ég sé eftir þó að ég hefði gert fullt af hlutum öðruvísi. Ég á fullt af minningum sem ég sé ekki eftir í staðinn. Mögulega hefði ég náð eitthvað lenga í fótbolta ef hausinn hefði verið betur skrúfaður á.“

Elmar fékk betur borgað en áður hjá Celtic og segir að hann hafi verið mjög slæmur þegar kom að peningum á yngri árum.

,,Þú átt engan pening og svo áttu allt í einu töluvert af pening. Þú ert einn, það er enginn að pæla í því hvað þú gerir. Það er enginn að halda utan um þig í svona stóru liði, þú ert bara einn og átt að mæta á æfingar. Þegar æfingin er búinn ertu á eigin fótum og enginn að pæla í þér.“

,,Auðvitað er maður ungur og vitlaus og strákarnir fara á djammið og þú ferð með. Svo er þarna casino sem er spennandi í fyrsta skiptið. Maður kann ekkert að fara með peninga.“

,,Maður fór ekki í gegnum þetta sem flestir fara í gegnum, að vera námsmaður með lítið á milli handanna og þarf að læra að passa upp á peninginn. Þú ferð frá núll upp í hundrað. Það er hægara sagt en gert að meðhöndla það.“

,,Mér finnst gaman að prófa eitthvað nýtt og ég er svona spennufíkill. Það var oftar en einu sinni að maður átti ekkert til um mánaðarmótin.“

,,Maður fór bara og keypti sér núðlur og það var það sem maður át út mánuðinn og svo byrjaði þetta aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ótrúleg dramatík og sjö mörk er Wolves vann Leicester

Ótrúleg dramatík og sjö mörk er Wolves vann Leicester
433Sport
Í gær

Hélt að hann myndi fá tækifæri hjá Emery en var svo seldur

Hélt að hann myndi fá tækifæri hjá Emery en var svo seldur
433Sport
Í gær

Upphitun fyrir stórleik Arsenal og Chelsea: Sjáðu líkleg byrjunarlið, stuðla og fleira

Upphitun fyrir stórleik Arsenal og Chelsea: Sjáðu líkleg byrjunarlið, stuðla og fleira
433Sport
Í gær

Brjálaðist eftir að hafa fengið sendingu frá Hólmari: ,,Er ekki allt í lagi!?“

Brjálaðist eftir að hafa fengið sendingu frá Hólmari: ,,Er ekki allt í lagi!?“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eiginkona Birkis fékk furðulega gjöf frá honum: Biður þá sem halda að hann sé hógvær að ranka við sér

Eiginkona Birkis fékk furðulega gjöf frá honum: Biður þá sem halda að hann sé hógvær að ranka við sér
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sér ekki lausn á málum Kolbeins: ,,Vill bara losna við Kolbein, því launapakki hans er svo stór“

Sér ekki lausn á málum Kolbeins: ,,Vill bara losna við Kolbein, því launapakki hans er svo stór“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Scholes með samsæriskenningar um Mourinho: Augnablikið sem hann sá að allt var í steik

Scholes með samsæriskenningar um Mourinho: Augnablikið sem hann sá að allt var í steik
433Sport
Fyrir 2 dögum

Enskir fjölmiðlar hafa „áhyggjur“ af nýja bílnum hans Pogba – Hvar á barnið að vera?

Enskir fjölmiðlar hafa „áhyggjur“ af nýja bílnum hans Pogba – Hvar á barnið að vera?