fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Áslaug Arna segir bankana verða fyrir fordómum – Villi reiður: „Fórna alþýðunni í sérhagsmunagæslu“

Auður Ösp
Sunnudaginn 16. desember 2018 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á meðal margra stjórn­mála­manna rík­ir skrýtið, jafn­vel for­dóma­fullt, viðhorf í garð fjár­mála­fyr­ir­tækja.“

Þetta segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfsflokksins og formaður utanríkismálanefndar í pistli á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins. Þar segir hún banka og fjármálastofnanir verða fyrir fordómum. Hún bendir á að ríkissjóður eigi um 300 milljarða króna bundna í bankakerfinu. Áhættan sé mikil og það þurfi að tryggja að bankarnir geti starfað í eðlilegu umhverf. Áslaug Arna segir:

„Tíu árum eft­ir fall þriggja banka eru marg­ir enn á þeirri skoðun að það eigi að refsa bönk­un­um með skött­um og setja á þá sér­stak­ar reglugerðir og sér­staka skatta til að koma í veg fyr­ir annað hrun. Á sama tíma er ætl­ast til þess að þeir lækki vexti og veiti hag­kvæma og góða þjón­ustu. Þeir sem benda á öf­ug­mæl­in við þróun eru sakaðir um að vera mál­svar­ar fjármálaafla og þeim gerðar upp ann­ar­leg­ar hvat­ir. Lík­lega þarf sú sem hér skrifað að sæta því eft­ir birt­ingu þessa pist­ils. Þetta er ekk­ert annað en ódýr popúlismi og það sjá all­ir skyn­sam­ir ein­stak­ling­ar“.

Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi er afar ósáttur við skrif Áslaugar og gagnrýnir þau harðlega á samskiptamiðlum.

„Barið á bönkunum, eru sjálfstæðismenn ekki að grínast, en viðskiptabankarnir þrír sem ollu bankahruninu er að skríða í að vera búnir að skila 800 milljarða hagnaði frá hruni,“ segir Vilhjálmur og bætir við:

„Þeir áttu stóran þátt í því að 10 þúsund fjölskyldur misstu húsnæði sitt i kjölfar hrunsins og bara á síðasta ári skiluðu viðskiptabankarnir þrír tæpum 50 milljörðum í hagnað eftir skatta. En það eru 20 milljarða meiri en sameiginlegur hagnaður 27 stærstu sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi.“

Vilhjálmur heldur áfram:

„Hugsið ykkur að þrír bankar sem hafa það eitt hlutverk að lána og geyma peninga skuli skila 20 milljörðum meira í hagnað í fyrra en 30 stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins.“

Þá segir Vilhjálmur Sjálfstæðisflokkinn verja sérhagsmunahópa með kjafti og klóm.

„Alltaf er maður að sjá það betur og betur hvernig Sjálfstæðisflokkurinn ver sérhagsmunahópanna sína með kjafti og klóm, en er á sama tíma tilbúinn að fórna alþýðunni og íslenskum heimilum í þeirri sérhagsmunagæslu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hallgrímur vandar Katrínu ekki kveðjurnar- „Er einhver munur á VG og XD?“

Hallgrímur vandar Katrínu ekki kveðjurnar- „Er einhver munur á VG og XD?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“