fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Pressan

Ók út í ískalda á og sat fastur í bílnum í fimm klukkustundir – Smá súrefnisbóla hélt honum á lífi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. desember 2018 06:42

Frá vettvangi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má kallast kraftaverk að Michael Finn, 28 ára, sé enn á lífi eftir að hafa setið fastur í bíl sínum sem endaði á hvolfi út í ískaldri á í Kaliforníu á miðvikudaginn. Hann sat fastur í bílnum í fimm klukkustundir. Það varð honum til lífs að smá súrefnisbóla hafði myndast við höfuð hans svo hann gat andað.

Björgunarliði var gert viðvart um að rauð Ford Fusion bifreið væri á hvolfi í Klamath River í Siskiyou sýslu síðdegis á miðvikudaginn. Neyðarljós bifreiðarinnar voru kveikt og höfðu vakið athygli vegfarenda á henni.

Ekki var vitað að Finn væri inn í bifreiðinni fyrr en hún hafði verið dregin á land með dráttarbíl um klukkan 20. Finn sagði björgunarmönnum að hann teldi sig hafa lent í ánni um klukkan 15.

Björgunarmenn segjast aldrei hafa lent í máli sem þessu þar sem einhver hafi lifað svona langa dvöl í ísköldu vatni af.

Finn var fluttur á sjúkrahús og er þar enn en læknar segja að starfsemi innri líffæra hans hafi verið í ójafnvægi eftir þessa erfiðu dvöl í ísköldu vatninu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing