fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Costco sendir 6,2 milljarða til Íslands

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. nóvember 2016 11:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlutafé íslenska einkahlutafélagsins Costco Wholesale Iceland stendur í 6,2 milljörðum króna nú þegar um fjórir mánuðir eru í opnun verslunar bandaríska smásölurisans hér á landi.

Costco Wholesale Iceland er í eigu Costco Wholesale Corporation sem er með höfuðstöðvar í Washington-ríki í Bandaríkjunum. Félagið stefnir að opnun verslunar í Kauptúni í Garðabæ í mars en DV hefur áður fjallað um hlutafjáraukningu þess. Í frétt blaðsins í október kom fram að fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra (RSK) hefði tveimur mánuðum áður borist tilkynning um að hlutaféð væri 3.490 milljónir króna.

Framkvæmdir við fjórtán þúsund fermetra verslun fyrirtækisins í Kauptúni eru í fullum gangi. Þegar ljósmyndara DV bar þar að garði í gær, mánudag, voru iðnaðarmenn að störfum á lóð fyrirtækisins. DV fjallaði í september um verðmat Hagfræðideildar Landsbankans á verslunarfyrirtækinu Högum. Kom þá fram að starfsmenn Landsbankans hefðu teiknað upp sviðsmynd sem gerði ráð fyrir að ársvelta Costco hér á landi verði nálægt því sem þekkist úr öðrum verslunum keðjunnar utan Ameríku eða um fjórtán milljarðar króna. Heildarvelta Costco í fyrra nam 14.000 milljörðum króna en það ár var íslenski smásölumarkaðurinn um 400 milljarðar króna.

Ath. fréttin var uppfærð 1. febrúar 2017.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd