fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Bára er uppljóstrarinn á Klaustri – „Ég er eiginlega stolt af því að vera litla þúfan sem velti þessu þunga hlassi“

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 7. desember 2018 07:20

Bára Halldórsdóttir. Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með atburðarásinni síðustu daga úr fjarlægð. Ég gat ekki séð þetta fyrir en það er ánægjulegt að vita til þess að lítil þúfa getur lyft þungu hlassi,“ segir Bára Halldórsdóttir í samtali við DV. Bára var stödd fyrir tilviljun á barnum Klaustur, þriðjudagskvöldið 20.nóvember síðastliðinn, þegar hún varð vitni að groddaralegu tali hóps fólks. Hún þekkti aðeins Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, í sjón en grunaði að þeir sem sátu með honum að sumbli væru þingmenn eða aðstoðarmenn þeirra.

Báru ofbauð svo það sem hún heyrði að hún hóf að taka samtalið upp. Að því loknu ákvað hún, að vel athuguðu máli, að senda afrit af upptökunum á þrjá fjölmiðla, DV, Stundina og Kvennablaðið. Flestir þekkja afleiðingarnar en í hönd fór ein lygilegasta atburðarás í stjórnmálasögu þjóðarinnar sem gerði það að verkum að tæplega 10% Alþingismanna sitja eftir með stórskaðað pólitískt orðspor. Þingmenn Miðflokksins, Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, eru farnir í leyfi og óvíst er um endurkomu þeirra. Kollegar þeirra, Sigmundur Davíð og Anna Kolbrún Árnadóttir hyggjast þó sitja sem fastast áfram. Þá var þingmönnum Flokks Fólksins, þeim Karli Gauta Hjaltasyni og Ólafi Ísleifssyni, vikið úr flokknum, ekki síst fyrir orð sín um takmarkaða leiðtogahæfileika Ingu Sæland.

Bára notaði dulnefnið Marvin sem var tilvísun í skáldsöguna Hitchhikers Guide to the Galaxy þegar hún sendi upptökurnar á fjölmiðlanna þrjá. Hún steig fram undir því dulnefni í viðtali við DV í síðustu viku en stígur nú skrefið til fulls og kemur fram undir fullu nafni í forsíðuviðtali Stundarinnar í dag. „Fyrsta viðtalið var mjög stressandi, þrátt fyrir nafnleysið. Ég lá nánast í rúminu allan daginn eftir að viðtalið birtist,” segir Bára. Viðtökurnar við frásögn Báru voru góðar og töluðu margir notendur samfélagsmiðla um að „Marvin„ væri maður ársins. Ekki voru allir á eitt sáttir við framgöngu Marvins, meðal annars skrifaði Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, heilt Reykjavíkurbréf þar sem hann fordæmdi verknaðinn.

„Ef að Davíð Oddsson er ósáttur við eitthvað sem ég hef gert þá hlýt ég að vera á réttri leið. Ég óttast ekki afleiðingarnar af gjörðum mínum og ég er bjartsýn á að við íslensk stjórnmál verði betri fyrir vikið,” segir Bára sem er 42 ára, gift, á eitt barn og er öryrki. Hún er fötluð, hinsegin kona, og er meðlimur Tabú og formaður Behcets á Íslandi. Hún heldur úti snapchat reikningnum Barahalldors, instagram atvinnusjuklingur og facebook síðunni Behcet’s á íslandi.

„Ég er eiginleg stolt af því að vera litla þúfan sem velti þessu þunga hlassi og setti þessa atburðarás af stað. En ég gerði ekki meira en það, það er samfélagið allt sem á heiðurinn.“

Segir Bára í Stundinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“
Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“