fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Leyniupptökur: Þjóðkirkjan fékk á baukinn hjá Gunnari Braga – „Helvítis motherfokking…“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 30. nóvember 2018 11:23

Gunnar Bragi Sveinsson. Samsett mynd/DV/Wikimedia commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru fáir sem fengu ekki að kenna á því á Klausturfundinum eins og DV og Stundin hafa ítarlega gert grein fyrir. Það voru ekki aðeins konur, fatlaðir og samkynhneigðir sem urðu fyrir barðinu á þingmönnunum sex. Sjálf Þjóðkirkjan fékk sinn skerf af svívirðingunum.

Seint í samtalinu heyrist Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, fara mikinn um stjórnmálaþróun í landinu. Fá þar fyrrverandi foringjar Framsóknarflokksins að kenna á því, sem og rithöfundurinn Þráinn Bertelsson. Gunnar talar mjög hátt og augljóslega heitt í hamsi.

Gunnar Bragi:

„Þú nærð aldrei áhrifum ef þú hefur ekki forystu. Það sem gerðist árið 2009, og þessi kall hérna er ógeðslega flottur, það sem gerðist 2009 var að allt í einu var Framsóknarflokkurinn kominn með forystu. Við höfðum ekki forystu í Jóni Sigurðssyni. Við höfðum ekki forystu í Guðna Ágústssyni. Við höfðum forystu um tíma í Halldóri Ásgrímssyni. Þangað til að Halldór var allt í einu [..] fyrir okkur. Hann réð Björn Inga. Þeir voru æskuvinir. […] Ég hugsaði: What the fuck, hvar erum við stödd? Þá var Halldór […] nýbúinn að gera Þráinn Bertelsson, Þráinn Bertelsson að áskrifanda að listamannalaunum eða hvað þetta heitir niðri á Alþingi. Maðurinn hafði engan kontakt við lífið.“

Sigmundur Davíð bætir við:

„Þetta var Reykjavíkurflokkur.“

Gunnar Bragi segir þá:

„Á þinginu er gamla system-ið, og ég meina það, gamla system-ið sem virkar best í að halda röð og reglu á hlutunum. […] Það var það sem við gerðum. Að hafa reglu á hlutunum. Það er fullt af fólki þarna úti, Píratar, Alþýðusambandið, Kirkjan sem eru að eyðileggja þessa reglu sem hafa alltaf verið í lagi. Helvítis motherfokking…“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann
Fréttir
Í gær

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Í gær

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin
Fréttir
Í gær

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bragi Valdimar ekki sáttur: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Bragi Valdimar ekki sáttur: „Þetta eru mikil vonbrigði“