fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fréttir

Karl Gauti sendir frá sér yfirlýsingu og segist harma ummæli sín um Ingu Sæland

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 08:28

Karl Gauti Hjaltason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, sendi frá sér yfirlýsingu í nótt þar sem hann biðst afsökunar á ummælum sem hann lét falla á veitingastað fyrir stuttu síðan og DV skýrði frá í gærkvöldi. Meðal þess sem Karl Gauti sagði er: „Ólafur er örugglega sammála mér að Inga Sæland getur þetta ekki.“ Á öðrum stað sagði hann að Inga gæti ekki stjórnað.

Hér fyrir neðan er yfirlýsing Karls Gauta í heild sinni.

„Ég harma ummæli sem ég lét falla á veitingastað fyrir stuttu síðan og hafa birst í nokkrum fjölmiðlum. Af því tilefni vil ég taka fram að ég er ekki á förum úr Flokki fólksins, styð stefnu flokksins og ber traust til formanns hans, Ingu Sæland.

Við höfum unnið að einurð fyrir kjósendur okkar og lagt fram mörg góð mál sem við hétum því að vinna að.

Karl Gauti Hjaltason, alþingismaður“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elías segir að snjómokstri hafi farið aftur – Þetta sé lausnin á þessu einfalda verkefni

Elías segir að snjómokstri hafi farið aftur – Þetta sé lausnin á þessu einfalda verkefni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm handteknir í tengslum við dauðsfall barnabarns Roberts de Niro

Fimm handteknir í tengslum við dauðsfall barnabarns Roberts de Niro