Í apríl á síðasta ári var mörgum brugðið þegar sprengjur sprungu í kringum rútu Borussia Dortmund.
Rútan var á leið í leik á heimavelli sínum frá hóteli en leikmenn slösuðust ekki alvarlega.
Fljótlega kom í ljós að þarna var á ferðinni, Sergej Wenergold sem ætlaði sér að græða á árásinni.
Hann hafði keypt hlutabréf í Dortmund og veðjað á það að þau myndu hrynja í verði, að gengi þeirra myndi lækka.
Sergej Wenergold lét þrjár sprengur springa í kringum rútu Dortmund og vonaðist til að hagnast um 600 þúsund dali.
Hann taldi að gengi félagsins á hlutabréfamarkaði myndi hrynja, það gerðist ekki og félagið og lögreglan komst á snáðir um málið.
Hann hefur nú verið dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir árásina sína.