fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Þrír handteknir í Ástralíu – Grunaðir um hryðjuverkastarfsemi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 05:18

Frá vettvangi hryðjuverkaárásar í Melbourne fyrr í mánuðinum. Mynd:Instragram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska lögreglan handtók í dag þrjá menn á aldrinum 21 til 30 ára, sem eru grunaðir um að hafa verið að undirbúa hryðjuverk í Melbourne. Mennirnir eru sagðir hafa verið að reyna að útvega sér hálfsjálfvirk skotvopn til að geta myrt eins marga og hægt væri á fjölförnum stað.

BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að lögreglan telji að mennirnir séu undir áhrifum frá hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við Íslamska ríkið.

Graham Ashton, lögreglustjóri, sagði fréttamönnum að hinir handteknu hafi ætlað að reyna að drepa eins marga og þeir gætu á fjölförnum stað og að þeir hafi unnið að undirbúningi árásarinnar mun meiri krafti á undanförnum vikum en fram að því. Ekki er ljóst hvort umræða um hryðjuverk hafi ýtt við mönnunum en fyrr í mánuðinum réðst maður, vopnaður hníf, að vegfarendum í Melbourne og myrti einn og særði tvo. Lögreglan flokkar þá árás sem hryðjuverk.

Hinir handteknu eru allir ástralskir ríkisborgarar af tyrkneskum ættum. Tveir þeirra eru bræður. Lögreglan hefur fylgst með þeim síðan á síðasta ári og nýlega voru vegabréf þeirra afturkölluð til að koma í veg fyrir að þeir færu úr landi til að berjast með hryðjuverkasamtökum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað