fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Birtir myndband af eigin árekstri í Ölfusi – Kyrrstæður lyftari á miðjum vegi: „Það var enginn í lyftaranum þegar við klesstum“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 19. nóvember 2018 14:20

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að kvöldi fimmtudagsins 25. október síðastliðinn var Donatas Arlauskas og eiginkona hans að keyra frá Hveragerði til Þorlákshafnar þegar þau keyrðu á kyrrstæðan lyftara á veginum. Donatas segir í samtali við DV að þau hafi haldið að þetta væri bíll sem væri að mæta þeim og hafi slökkt á háu ljósunum, þeim hafi ekki dottið í hug að þetta væri kyrrstæður lyftari. Samkvæmt tryggingafélaginu þeirra eru þau í órétti og hefur verið gert að greiða 400 þúsund krónur.

Donatas segir þetta ósanngjarnt. „Konan mín vinnur í Hveragerði og við vorum að keyra heim til okkar í Þorlákshafnar kl. 20 á fimmtudagskvöldi. Það var myrkur úti og ég hélt að við værum að mæta bíl. Þegar ég kom nær var ég nánast blindaður af ljósunum og keyri beint á lyftarann. Það voru engin gul blikkandi ljós,“ segir Donatas.

„Það var enginn í lyftaranum þegar við klesstum á. Sá sem var á lyftaranum talaði fyrst fyrir lögguna, hann sagði að hann hefði stoppað til að fara út og tala í símann. Ég nota lyftara þegar ég vinn í fiski, ég hef aldrei farið með hann út að keyra. Svo þegar það er klesst á hann þá er ég í órétti.“

Hvað voru þið að keyra hratt?

„Við vorum á 85-90.“

Slösuðust þið?

„Ekki alvarlega. Við áttum mjög erfitt með að sofa fyrstu næturnar. Við höfum fengið verkjalyf frá læknum vegna verkja í baki. Aðallega finnst mér leiðinlegt að konan mín er nú hrædd við að keyra á milli, ég skil hana vel.“

Myndband sem DV hefur undir höndum sýnir atvikið innan úr bílnum þeirra. Donatas tekur fram að tímastillingin sé biluð á myndavélinni.

Léstu tryggingafélagið og lögreglu fá myndbandið?

„Já. Ég veit ekki hvort þeir horfðu á það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Palestínufáninn bannaður – „Þá slökkvum við á Eurovision“

Palestínufáninn bannaður – „Þá slökkvum við á Eurovision“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvær milljónir króna í reiðufé gerðar upptækar – Voru í fórum manns sem finnst ekki

Tvær milljónir króna í reiðufé gerðar upptækar – Voru í fórum manns sem finnst ekki