fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Helga hættir ósátt: „Framkoma vinnuveitenda hjá Birtingi valdið mér miklum vonbrigðum“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 1. febrúar 2018 11:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Arnardóttir fjölmiðlakona segir alvarlegan forsendubrest hafa orðið á samstarfi hennar við Birting og segir framkomu fyrrum vinnuveitenda hennar hafa ollið sér miklum vonbrigðum. Líkt og DV greindi frá í gærkvöldi er Helga hætt sem yfirritstjóri Birtings eftir einungis mánuð í starfi.

Helga hóf störf hjá Birtingi 2. janúar og fagnaði sínu fyrsta blaði fyrir skömmu, þegar Mannlíf kom út. Það hefur ekki farið mikið fyrir þessu nýja fríblaði, Mannlíf sem er dreift frítt á höfuðborgarsvæðinu og þótti síðasta og eina blað Helgu bera nokkuð af þeim blöðum sem hafa komið út hjá Birtingi. Helga átti að hafa yfirumsjón með áframhaldandi stafrænni uppbyggingu og halda utan um vefinn mannlif.is.

Á vef Birtings segir að Birtingur og Helga hafi komist að samkomulagi um starfslok. „Helga hóf nýlega störf hjá útgáfunni en sameiginleg ákvörðun aðila var að slíta samstarfinu og vill stjórn Birtings þakka henni fyrir samstarfið.“

Helga tjáir sig um málið á facebook síðu sinni fyrir stundu og birtir eftirfarandi yfirlýsingu:

„Í ljósi frétta af starfslokum mínum hjá Birtingi tel ég rétt að eftirfarandi komi fram:

Fyrir áramót sagði ég upp föstu starfi mínu hjá Ríkisútvarpinu og var ráðin sem yfirritstjóri Birtings. Uppi voru fögur fyrirheit og stór áform um að ráðast í töluverðar breytingar á Birtingi með tilkomu nýrra eigenda meðal annars í stafrænni uppbyggingu. Þegar til kastanna kom voru öll slík áform á sandi reist. Nokkrum dögum eftir að ég tók til starfa var útlit fyrir að um mjög alvarlegan forsendubrest yrði að ræða á minni ráðningu.

Stjórnendur tilkynntu mér þá einhliða ákvörðun þeirra um að verkefnum mínum og hlutverki yrði gjörbreytt og ég mótmælti þeim áformum. Eftir þann tíma var mér ljóst að ég naut ekki stuðnings stjórnenda Birtings í þeim breytingum sem ég var ráðin til að leiða. Þá naut ég ekki heldur þess ritstjórnarlega sjálfstæðis við útgáfu Mannlífs sem ég tel nauðsynlegt grundvallaratriði til að starfa við í frjálsri og óháðri fjölmiðlun.

Ég hef einungis starfað á tveimur fjölmiðlum á mínum 15 ára ferli og átt gott og heilbrigt samstarf við atvinnurekendur mína og samstarfsmenn á þeim tíma. Framkoma vinnuveitenda á þessum skamma tíma hjá Birtingi olli mér miklum vonbrigðum og eftir átján daga í starfi var alveg ljóst að forsendubrestur væri kominn í þetta samstarf og því yrði ekki haldið áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði