fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Íslensk flugfélög mega semja um Síberíuleiðina – Geta boðið upp á beint flug til Asíu

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 16. nóvember 2018 14:48

Icelandair og WOW. Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk flugfélög geta nú samið um Síberíuflugleiðina yfir Rússland, hyggist þau bjóða upp á beint flug til Austurlanda fjær. Er þetta staðfest í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu:

„Hingað til hafa skilmálar rússneskra stjórnvalda verið mjög strangir og þannig komið í veg fyrir að íslensk flugfélög gætu samið um notkun Síberíuflugleiðarinnar. Með þessari ákvörðun hefur að vissu marki verið greitt fyrir viðræðum íslenskra flugfélaga við viðkomandi aðila um notkun Síberíuflugleiðarinnar. Íslensk flugfélög sem vilja fá leyfi til yfirflugs munu núna þurfa að semja um yfirflugsgjöld við viðkomandi aðila til að geta hafið flug til Asíu yfir Rússland,“

segir í tilkynningunni.

Eyjan greindi frá þessu á miðvikudag, en viðræður höfðu legið niðri síðan um haustið 2017. Rússar höfðu sett það skilyrði fyrir opnun Síberíuleiðarinnar, að fyrst yrði boðið upp á beint áætlunarflug til Rússlands, en íslensk félög hafa ekki boðið upp á beint flug til Rússlands síðan 2014.

Sjá nánarRússar að gefa eftir Síberíuleiðina:Íslensku flugfélögin geta senn boðið beint flug til Austurlanda fjær

„Þann 8. nóvember sl. fór fram reglubundið samráð íslenskra og rússneskra stjórnvalda í Moskvu um tvíhliða viðskiptamál ríkjanna. Á fundinum kom fram að rússnesk stjórnvöld geri ekki lengur kröfu um að íslenskir flugrekendur sem vilja nota Síberíuflugleiðina haldi jafnframt uppi beinu áætlunarflugi til áfangastaðar í Rússlandi. Er um að ræða árangur af viðræðum íslenskra og rússneskra stjórnvalda um skilmála rússneskra yfirvalda fyrir yfirflug íslenskra flugvéla yfir Síberíu sem staðið hafa um nokkurt skeið,“

segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Lausna leitað í skugga þvingunaraðgerða

Á fundinum var áfram lögð áhersla á að rússnesk stjórnvöld komi til móts við íslenska matvælaútflytjendur og leiti lausna á innflutningsbanni þeirra vegna þátttöku Íslands í þvingunaraðgerðum vestrænna ríkja í kjölfar átaka í Úkraínu og innlimunar á Krímskaga árið 2014.

Gagnaðgerðir rússneskra stjórnvalda eru sagðar fela í sér mun víðtækara innflutningsbann á matvæli en sértækar og afmarkaðar þvingunaraðgerðir vestrænna ríkja gefa tilefni til. Þá var rætt um aukin viðskipti á öðrum sviðum og því fagnað sérstaklega að íslensk fyrirtæki séu að hasla sér völl í hinum dreifðu byggðum Rússlands, sérstaklega í skipasmíðum og hátækni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að