fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Hættir að tala saman eftir 30 ár á Fáskrúðsfirði: „Ég hundsaði hann þá og hef ekki yrt á hann síðan“

Vinslit eftir 30 ár – „Ég hef ekkert við hann að tala“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 21. febrúar 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Hjálmarsson á Fáskrúðsfirði þarf að fjarlægja grindverk vegna þess að það nær 5 sentimetra inn á lóð nágranna hans. Heimir og eiginkona hans hafa búið á Skólavegi á Fáskrúðsfirði í rúm 30 ár og ákváðu að smíða viðarsólpall og við heimili sitt. „Já, þetta eru heilir fimm sentimetrar sem ná inn á bílastæði og kartöflugarð hjá nágrannanum,“ segir Heimir í samtali við DV. Heimir segir að nágranni sinn hafi ekki gert neinar athugasemdir þegar Heimir og eiginkona hans voru að smíða pallinn í fyrravor. „Við sátum með honum úti á pallinum að spjalla á laugardegi þegar hann spurði okkur hvort við hefðum sótt um leyfi, við töldum okkur ekki þurfa leyfi til að setja pall í garðinn okkar. Á sunnudagsmorgninum hringir hann svo í byggingarfulltrúa og kærir okkur.“

Þá hafi niðurstaðan verið að setja pallinn í grenndarkynningu sem tók allt sumarið. Pallurinn var að lokum samþykktur og þau kláruðu pallinn ásamt 40 sentimetra háu grindverki við lóðarmörkin. Við lóðarmörkin voru tveir gamlir símastaurar sem voru notaðir sem stoðveggur til að leysa hæðarmismuninn á lóðunum. Heimir ákvað að klæða staurana á meðan nágranninn var að heiman. „Mér fannst ég þurfa að klæða staurana til að klára framkvæmdina. Hann er nú vanur að hafa húsbílinn þarna við hliðina en hann var ekki heima þegar við klæddum þennan staur. Strax og hann kemur heim þá er þetta kært.“

Eins og sést kannski á myndinni þá nær grindverkið 5 cm inn á lóð nágrannans.
Eins og sést kannski á myndinni þá nær grindverkið 5 cm inn á lóð nágrannans.

Mynd: Úr einkasafni

Málið endaði svo fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sem komst að þeirri niðurstöðu í desember að Heimir þyrfti að fjarlægja grindverkið. „Hæðin á þessu er 40 sentimetrar og nær 5 sentimetra inn á lóðina hans, þetta truflar engan nema hann. Ég held að flestum hér finnist þetta fáránlegt því þetta kemur mjög vel út en verður mikið lýti ef við tökum þetta. Við rífum þetta þegar vorar, hann fær þá bara moldina af lóðinni minni inn á bílastæðið sitt.“

Hafa orðið vinslit ykkar á milli ykkar vegna málsins?

„Við erum búnir að búa hérna í 30 ár og það hefur aldrei verið neinn ágreiningur. Ég er bara fyrir að halda friðinn. Daginn eftir að hann kærði okkur þá bauð hann mér góðan daginn, ég hundsaði hann þá og hef ekki yrt á hann síðan. Ég hef ekkert við hann að tala.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd