fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Mannskæðir gróðureldar í Kaliforníu – 30 dauðsföll staðfest – 228 er saknað

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. nóvember 2018 04:14

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Kaliforníu hafa staðfest að 31 hafi látið lífið í hinum gríðarlegu gróðureldum sem nú geisa í ríkinu. 228 til viðbótar er saknað. Þetta er mesta manntjón sem hefur orðið í gróðureldum í ríkinu.

Cory Honea, lögreglustjóri í Butte sýslu, sagði í gærkvöldi að fimm lík hafi fundist í heimahúsum og eitt í bíl í bænum Paradise.

Yfirvöld í ríkinu hafa beðið Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um að lýsa yfir neyðarástandi í ríkinu svo það geti fengið alríkisaðstoð í baráttunni við eldana og eftirleik þeirra. Gríðarlegt eignatjón hefur orðið. Baráttan við eldana gengur ekki vel en hvasst er á svæðinu þar sem þeir loga og því erfitt að hemja útbreiðslu þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað