fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Nærri þrír af hverjum fjórum Íslendingum með aðildarkort í Costco

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 19. febrúar 2018 10:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nærri þrír af hverjum fjórum Íslendingum, eða 71%, er með aðildarkort í Costco. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar MMR.

Af þeim sem eru með aðildarkort í Costco ætla 60% að endurnýja aðildina þegar hún rennur út, 6% ætla ekki að endurnýja en heil 35% hafa ekki ákveðið sig.

Íslendingar sem tilheyra aldurshópnum 30-49 ára eru líklegri en aðrir aldurshópar til að vera með Costco aðildarkort eða 80%, samanborið við 58% í aldurshópnum 18-29 ára. Íslendingar í aldurshópnum 30-49 ára eru jafnframt líklegri en aðrir til að endurnýja aðildina.

Athygli vekur að hlutfall karla og kvenna með Costco aðildarkort er hnífjafnt eða 71%. Eilítið fleiri karlar en konur hyggjast þó endurnýja aðildina, eða 61% á móti 59%.

Töluvert fleiri íbúar Höfuðborgasvæðisins er með aðild að Costco, eða 77%, en íbúar landsbyggðarinnar, 60%. Hlutfall þeirra sem ætla að endurnýja aðildina er þó nokkuð jafnt eða 60% íbúa Höfuðborgarsvæðisins og 59% íbúa landsbyggðarinnar.

Stuðningsfólk Miðflokksins, 81%, reyndist líklegast til að vera með Costco aðildarkort en stuðningsfólk Framsóknarflokks, 59%, og Vinstri grænna, 60%. Jafnframt er stuðningsfólk Framsóknarflokksins, 47%, og Vinstri grænna, 54%, ólíklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að endurnýja aðildina.

Fólk með tekjur á milli 800 þúsund og 999 þúsund á mánuði er líklegast til að vera með aðildarkort í Costco, eða 83%, en aðeins 49% þeirra sem eru með undir 250 þúsund á mánuði. Könnunin var gerð dagana 25. til 30. janúar 2018. 928 einstaklingar svöruðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Í gær

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar