fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Allir ráðherrar Íslands fá rafmagnsbíla

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 15:46

Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tillögu forsætisráðherra, sem samþykkt var í ríkisstjórn í morgun 6. nóvember, verða ráðherrabifreiðar rafvæddar. Er það í samræmi við loftslagsstefnu Stjórnarráðsins og aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Var samþykkt að hefja þegar undirbúning að útboðum í takt við þróun rafbíla á markaði hér á landi. Stefnt er að því að skipta út öllum ráðherrabifreiðum á næstu árum með það að markmiði að þeim tíma liðnum verði allar ráðherrabifreiðar knúnar rafmagni.

Þegar hafa verið settar upp rafhleðslustöðvar á bílastæði forsætisráðuneytis, umhverfis- og auðlindaráðuneytis, dómsmálaráðuneytis, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og stefnt er að uppsetningu slíkra stöðva á bílastæðum allra ráðuneyta á næstu mánuðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum