fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Eyjan

Framsókn vill að afurðarstöðvar í kjötiðnaði verði undarþegnar ákvæðum samkeppnislaga

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 5. nóvember 2018 20:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framsóknarþingmennirnir Halla Signý Kristjánsdóttir og Líneyk Anna Sævarsdóttir lögðu fram frumvarp um breytingar á búvörulögum fyrir helgi. Þar er afurðarstöðvum í kjötiðnaði gert heimilt að sameinast og gera með sér samkomulag um verkaskiptingu og annarskonar samstarf til þess að halda niðri framleiðslukostnaði, geymslukostnaði og dreifingarkostnaði á kjötvörum.

Í greinargerð segir:

„Með frumvarpinu er lögð til breyting á búvörulögum í því skyni að undanþiggja afurðastöðvar í kjötiðnaði ákvæðum samkeppnislaga.Tilgangurinn er að veita innlendum kjötiðnaði tækifæri til að hagræða og til að bregðast við ört vaxandi samkeppni að utan. Í alþjóðlegum samanburði eru innlendar afurðastöðvar í kjötiðnaði örsmáar og því ekki samkeppnishæfar við afurðastöðvar á erlendum mörkuðum sem eru mun stærri og hagkvæmari rekstrareiningar. Innlendur kjötiðnaður er engu síður í vaxandi samkeppni við afurðir frá erlendum mörkuðum. Afurðarstöðvar í kjötiðnaði geta mjög takmarkað sameinast þar sem það er í andstöðu við ákvæði samkeppnislaga. Það skilar sér í of háum rekstrarkostnaði, háu verði til neytenda og lágu afurðaverði til bænda.“

Þá segir að þróun síðustu missera sýni að innflutningur sé að aukast umtalsvert og flutningsmenn frumvarpsins telji að innlendir aðilar standi þar höllum fæti:

„Flutningsmenn telja nauðsynlegt að leggja til að afurðastöðvum verði heimilað að bregðast við samkeppninni neytendum og bændum til hagsbóta með því að auka hagræði í rekstrinum. Samkeppnin er við erlenda framleiðendur sem eru margfalt stærri en þeir sem hér er að finna. Með frumvarpinu er því lagt til að afurðastöðvar í kjötiðnaði verði undanþegnar ákvæðum samkeppnislaga en fyrir því eru fordæmi þar sem mjólkuriðnaður er samkvæmt búvörulögum undanþeginn ákvæðum samkeppnislaga. Enn fremur er lagt til að slíkir samningar um sameiningu, samkomulag um verkaskiptingu og samstarf verði lagðir fyrir ráðherra landbúnaðarmála til upplýsingar. Flutningsmenn telja að samþykkt frumvarpsins muni hafa jákvæð áhrif fyrir afurðastöðvar og bændur og hafa í för með sér hagstæðara verð fyrir neytendur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Í gær

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?