fbpx
Sunnudagur 28.september 2025
433

Kjartan Henry: Eins og annar heimur

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 3. febrúar 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið mæðir á Sigríði Andersen dómsmálaráðherra um þessar mundir og telja margir að dagar hennar í embætti séu taldir vegna landsréttarmálsins. DV tók að gamni saman lista yfir fimm manns sem gætu tekið við embættinu.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Brynjar Níelsson

Þingmaðurinn Brynjar Níelsson, er lögfræðimenntaður og hefur mikinn áhuga á að gerast ráðherra dómsmála. Hann er óvinsæll, eða vinsæll eftir hvernig á það er litið, meðal vinstrimanna en slíkt hefur aldrei truflað Sjálfstæðismenn, er það frekar fjöður í hattinn ef eitthvað er.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Áslaug Arna er ritari og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Stjarna hennar hefur risið hátt í stjórnmálum á undanförnum misserum og má segja að það sé aðeins tímaspursmál hvenær hún verður ráðherra.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Jón Steinar Gunnlaugsson

Ef það er einhver sem getur tekið í lurginn á dómurum sem kunna ekki að dæma þá er það Jón Steinar. Jón Steinar er innmúraður og vinsæll Sjálfstæðismaður fyrir utan mikla reynslu á sviði lögfræðinnar. Ef Jón Steinar afþakkar boð um að gerast utanþingsráðherra, er þá hægt að hafa samband við Robert Downey?

Ásdís Halla Bragadóttir

Ásdís Halla er hokin af reynslu úr bæjarstjórn og í stjórnunarstörfum. Hún vakti mikla athygli fyrir bókina Tvísaga sem kom út 2016. Ásdís Halla veit hvernig heimurinn virkar og hvað þarf að gera til að ná árangri. Hún kann einnig að launa greiða og halda fólki góðu.

Mynd: DV ehf / Þormar Vignir Gunnarsson

Hanna Birna Kristjánsdóttir

Hanna Birna var vægast sagt umdeildur ráðherra dómsmála þegar hún gegndi embættinu á árunum 2013 til 2014. Langur tími er liðinn frá lekamálinu og mikið vatn runnið til sjávar, kannski yrði það blautasta tuskan sem Valhöll gæti hent framan í vinstrimenn að skipta Sigríði Andersen út fyrir Hönnu Birnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Slot hrósar eigendum Liverpool – Borga eiginkonu Jota 23 milljónir á viku næstu tvö árin

Slot hrósar eigendum Liverpool – Borga eiginkonu Jota 23 milljónir á viku næstu tvö árin
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

United hugar að breytingum á nýja vellinum – Sleppa líklega sirkustjaldinu

United hugar að breytingum á nýja vellinum – Sleppa líklega sirkustjaldinu
433Sport
Í gær

Reyna að selja Vlahovic í janúar – Tvö ensk stórlið á eftir honum

Reyna að selja Vlahovic í janúar – Tvö ensk stórlið á eftir honum
433Sport
Í gær

Góð tíðindi fyrir Fantasy-spilara

Góð tíðindi fyrir Fantasy-spilara
433Sport
Í gær

Liverpool vill franska landsliðsmanninn frítt næsta sumar

Liverpool vill franska landsliðsmanninn frítt næsta sumar
433Sport
Í gær

Sparkaði frúnni út vegna tarotspila og kakó athafna – Virðist enginn leið til baka

Sparkaði frúnni út vegna tarotspila og kakó athafna – Virðist enginn leið til baka