fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

55 fermetra íbúð á 220 þúsund á mánuði

Auður Ösp
Fimmtudaginn 8. febrúar 2018 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

55 fermetra íbúð í Fossvogshverfi býðst áhugasömum til leigu frá 1. mars. Athygli vekur að leiguverðið er afar hátt miðað við stærð íbúðarinnar, eða 220 þúsund krónur á mánuði. Það gerir fjögur þúsund krónur á fermetrann.

Við nánari athugun kemur þó í ljós að fermetraverð er í takt við það sem gengur og gerist á þessu svæði. Á vef Þjóðskrár má finna töflu yfir meðalleiguverð á hvern fermetra í desember 2017 fyrir mismunandi stærðir íbúða og staðsetningu. Samkvæmt þeirri töflu er meðalleiguverð á hvern fermetra í Reykjavík, vestan Kringlumýrarbrautar og Seltjarnarnes, 4.052 krónur fyrir stúdíó íbúð. Til samanburðar má nefna að meðalverð á fermetra fyrir stúdíóíbúð er 3021 krónur í Kópvogi.

Ljósmynd/Fasteignasalan Lind
Ljósmynd/Fasteignasalan Lind

Það er Fasteignasalan Lind sem auglýsir íbúðina til leigu á vefsíðu sinni

Ekki kemur fram í auglýsingunni hvort hiti og rafmagn sé innifalið í leiguverðinu. Fram kemur að 1 svefnherbergi sé í íbúðinni og sameiginlegur inngangur. Frá stofunni er útgengi út á verönd. Þá er bankaábyrgð skilyrði fyrir leigunni auk þess sem væntanlegur leigjandi þarf að vera með hreina vanskilaskrá. Íbúðin er leigð út tímabundið til eins árs í einu.

Ljósmynd/Fasteignasalan Lind
Ljósmynd/Fasteignasalan Lind

Langflestir leigjendur vilja kaupa sér íbúð

Ítrekað hefur verið greint frá síhækkandi leiguverði á höfuðborgarsvæðinu undanfarin misseri en í nýrri skýrslu Íbúðalánasjóðs kemur þó fram að vísbendingar bendi til þess að leigumarkaður á Íslandi fari minnkandi Könnun meðal landsmanna, sem framkvæmd var í desember, bendir til þess að færri séu nú á leigumarkaði en í síðustu mælingu.

Tæplega 14 prósent þjóðarinnar eru nú á leigumarkaði, en í september var hlutfallið 17 prósent.

Í könnuninni var einnig spurt hvort svarendur teldu líklegt eða ekki að þeir yrðu á leigumarkaði eftir 6 mánuði. Niðurstöður leiddu í ljós að marktækt færri töldu líkur á að vera á leigumarkaði eftir hálft ár þegar spurt var í desember samanborið við þegar spurt var í september.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Í desember töldu 15 prósent þjóðarinnar líklegt að þeir yrðu á leigumarkaði eftir 6 mánuði sem er nokkuð svipað hlutfall og var þar á þeim tíma. Mikill meirihluti þeirra sem eru nú þegar á leigumarkaði, eða 83 prósent , telja líkur á að þeir verði þar áfram auk 18 prósent þeirra sem búa í foreldrahúsum. Þetta er svipuð hlutfallsleg skipting og mældist í september. Þá töldu 90 prósent þeirra sem voru á leigumarkaði líkur á að vera þar áfram auk 15 prósent þeirra sem voru í foreldrahúsum.

Í skýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram þessar niðurstöður megi túlka sem vísbendingu um að leigumarkaðurinn fari ef til vill áfram minnkandi. Fyrri kannanir bendi til þess að meirihluti leigjenda vilji kaupa sér íbúð, eða 80 prósent samkvæmt rannsókn sem Íbúðalánasjóður framkvæmdi meðal leigjenda síðastliðið haust.

Fasteignaverð hefur þó hækkað mikið upp á síðkastið og tekið fram úr tekjuþróun. Fólk á leigumarkaði á því er ðara með að safna sér fyrir útborgun í íbúð núna en áður og því er ekki víst hvort áform um minnkandi leigumarkað standist skoðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Í gær

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar