fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Umboðsmaður Jóhanns óskaði eftir aðstoð lögreglu

Hafði ekki heyrt í tónskáldinu í tvo daga sem var afar óvenjulegt

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 15. febrúar 2018 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sviplegt fráfall tónskáldsins Jóhanns Jóhannssonar kom þjóðinni í opna skjöldu þegar harmfregnirnar bárust um síðustu helgi. Jóhann var aðeins 48 ára og átti glæsta framtíð fyrir sér. Hann hafði skapað sér sess sem eitt fremsta kvikmyndatónskáld heims og virtist einungis tímaspursmál þar til hann myndi vinna Óskarsverðlaun.

Hann var tvö ár í röð tilnefndur til þeirra fyrir tónlistina í myndunum The Theory of Everything árið 2015 og Sicario árið 2016. Þá hlaut hann Golden Globe-verðlaunin eftirsóttu fyrir fyrrnefndu myndina auk þess sem hann hlaut tilnefningar til BAFTA- og Grammy-verðlauna.

En það eru ekki bara Íslendingar sem eru miður sín vegna fráfalls tónskáldsins. Jóhann Jóhannsson var alþjóðleg stórstjarna og því hafa stórir, erlendir fjölmiðlar fjallað ítarlega um andlát hans. Þýskt götublað segir meðal annars að andlát Jóhanns sé ráðgáta fyrir rannsóknarlögreglumenn í Berlín. Þá greinir Hollywood Reporter frá því að Jóhanns hafi verið saknað í nokkra daga áður en hann fannst látinn á heimili sínu í Mitte-hverfinu í Berlín. Lögreglan í Berlín vildi lítið tjá sig um málið þegar DV leitaði viðbragða.

Greina stefnu og strauma

Netútgáfa Variety birti á laugardaginn hjartnæma grein þar sem íslenska tónskáldsins Jóhanns Jóhannssonar er minnst. Fullyrðir höfundur greinarinnar, Peter Debruge, að Jóhann hafi breytt landslagi kvikmyndatónlistar varanlega með framlagi sínu. Jóhann hafi fyrst vakið virkilega athygli blaðamannsins með tónlist sinni við myndina Prisoners sem var leikstýrt af Denis Villaneuve og kom út árið 2013.

Jóhann gerði svo tónlist við myndir Villaneuve, Sicario og Arrival, og fékk mikið lof fyrir. Til stóð að Jóhann myndi sjá um tónlistina í framhaldsmyndinni Bladerunner 2049 en ákváðu þeir í sameiningu að tónlistin þyrfti að fara nær stíl gríska tónskáldsins Vangelis sem sá um tónlistina í upprunalegu Blade Runner. Villaneuve mærði Jóhann í hástert í viðtali við Al Arabiya síðastliðinn september, sagði hann sitt uppáhalds núlifandi tónskáld og að hann vonaðist að vinna meira með honum í náinni framtíð.

Fullyrt að hans hafi verið saknað

Þýska dagblaðið Berliner Kurier fjallaði um dauðsfall Jóhanns í vikunni og var fyrirsögn miðilsins „Dularfullt dauðsfall Hollywood-stjörnu í Berlín“. Í þeirri frétt er lögð áhersla á að andlát hans sé ráðgáta fyrir lögreglu og ekkert sé vitað um orsök dauða hans. Annar fjölmiðill, IndieWire, einn stærsti kvikmyndafjölmiðill heims, fullyrðir að Jóhanns hafi verið saknað í nokkra daga áður en hann fannst látinn á heimili sínu.

Hollywood Reporter, einn helsti kvikmyndafjölmiðill heims, greinir frá aðdraganda þess að Jóhann fannst látinn á heimili sínu. Þar er vitnað í umboðsmann Jóhanns, Tim Husom, en hann segist hafa rætt við Jóhann miðvikudaginn 7. febrúar. Husom segir það samtal hafa verið eðlilegt og venju samkvæmt. Daginn eftir heyrði Husum ekkert í Jóhanni og taldi umboðsmaðurinn það óeðlilegt þar sem þeir töluðu saman á hverjum degi.

Husom hafði því samband við félaga í Berlín sem bankaði upp á heima hjá Jóhanni á eftirmiðdegi föstudagsins. Engin kom til dyra og var því haft samband við lögregluna í Berlín sem braut sér leið inn í íbúðina og fann Jóhann látinn. Engin merki voru um ofbeldi eða að eitthvað saknæmt hefði átt sér stað. Yfirvöld fóru fram á eiturefnarannsókn á blóðsýni Jóhanns og búist er við niðurstöðum í næstu viku.

DV náði sambandi við fjölmiðlafulltrúa lögreglunnar í Berlín. Það eina sem lögreglan vill staðfesta er að 48 ára gamall Íslendingur hafi látist í Berlín um helgina. Hún gefur ekkert upp um dánarorsök. Enn fremur kannast lögreglan ekki við að hafa fengið tilkynningu um að Jóhanns væri saknað.

Ekki heyrt það síðasta

Aðdáendur Jóhanns geta huggað sig við að enn er von á óútkomnum verkum úr smiðju hans. Fyrst er það myndin The Mercy, sem var frumsýnd erlendis á dögunum, en myndin skartar bresku leikurunum Colin Firth og Rachel Weisz í aðalhlutverkum. Myndin er byggð á sönnum atburðum og fjallar um viðskiptamanninn Donald Crowhurst sem gerði tilraun til að sigla í kringum heiminn á bát sem hann byggði sjálfur.

Því næst er það myndin Mary Magdalene þar sem Rooney Mara og Joquin Phoenix fara með hlutverk Maríu Magdalenu og Jesús Krists. Sú kvikmynd verður frumsýnd þann 11. mars. Í janúar kom út myndin Mandy með Nicholas Cage sem Jóhann samdi tónlistina fyrir. Sú mynd var framleidd af Elijah Wood sem syrgði fráfall Jóhanns í færslu á Twitter. Hollywood Reporter greinir enn fremur frá því að til stæði að Jóhann tæki að sér eitt stærsta verkefni hans hingað til, tónlistina við Disney-kvikmyndina um Jakob Kristófer, Christopher Robin, eiganda Bangsímon.

Spotify tók saman mörg bestu lög Jóhanns til að minnast hans og má hlusta á þau hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum