fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Eyþór á fundi

Ritstjórn DV
Laugardaginn 17. febrúar 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netverjar hafa skemmt sér konunglega við að koma Eyþóri Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, fyrir á hinum og þessum myndum. Í umferð eru myndir af Eyþóri á fundi Reagans og Gorbatsjovs í Höfða 1986 og á þjóðfundinum 1851. Er þar vísað í fræga för Eyþórs á fund þingmanna og borgarstjórnar í Höfða í vikunni þangað sem honum var boðið af velunnara sínum, Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók ekki vel í veru Eyþórs á fundinum og vísaði honum út. Morgunblaðið og Viðskiptablaðið segja Dag vera argasta dóna en stuðningsmenn Dags setja spurningarmerki við hvers vegna Vigdís Hauksdóttir og alls kyns Píratar hafi þá ekki líka fengið að vera á fundinum. Guðlaugur Þór dokaði ekki lengi við á landinu eftir fundinn og fór á tveggja daga fund NATO í Brussel. Ekki hafa borist fregnir af því að Jens Stoltenberg hafi vísað einhverjum vini Guðlaugs af fundinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa