fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Risastórt hvítt ský svífur yfir Mars – Vekur mikla athygli vísindamanna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. október 2018 19:00

Hér sést skýið vel. Mynd:ESA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Langt hvítt ský svífur nú yfir yfirborði Mars og hefur vakið mikla athygli vísindamanna. Skýið er um 1.500 kílómetra vestan við eldfjallið Arsia Mons sem er óvirkt. Skýið sást fyrst þann 13. september.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Evrópsku geimferðastofnuninni ESA sem birti jafnfram meðfylgjandi mynd af skýinu. Það er ekki tilkomið vegna virkni í eldfjöllum enda hafa ekki verið eldsumbrot á Mars í milljónir ára.

Skýið samanstendur af miklu magni vatns en ský þessarar tegundar eru yfirleitt hátt uppi enda yfirleitt hærra uppi en fjallstoppar. Ský sem þessi eru ekki óalgeng nærri miðbaug Mars þar sem Arsia Mons og fleiri eldfjöll eru.

Það sem vekur sérstaka athygli vísindamanna að þessu sinni er að skýið er svo stórt að það sést líklegast í sjónauka frá jörðinni. Lögun þess og stærð ræðst af hversu mikið ryk er í andrúmsloftinu. ESA vonast því til að skýið geti veitt upplýsingar um áhrif ryks í andrúmsloftinu á Mars á skýjamyndanir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol