fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024

Valkyrja Sandra: „Kvíðinn fær mig til þess að efast um sjálfa mig, tilveru rétt minn“

Mæður.com
Föstudaginn 26. október 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég finn hann læðast aftan að mér, hreiðra um sig í kollinum á mér, ég fæ gæsahúð og hausverk. Hann kemur óboðin og hann fer þegar honum langar. Hann fær mig til þess að efast um sjálfa mig, tilveru rétt minn. Hann skemmir dagana mína og honum er alveg sama. Skelfingin sem grípur mig er ólýsanleg, þegar hann kveður mig svo er ég uppgefin, uppgefin á sál ogíkama og gæti sofið í viku.

Svona hljóma flest kvíðaköstin mín.
Ég hef verið kvíðin síðan ég var barn, hann hefur fylgt mér eins og skugginn minn og hann heldur að við séum einhverjir vinir. Hann vill ekki fara sama hversu oft ég bið hann, sama hversu fallega, sama hversu reið, hann bara ER þarna, alltaf. Stundum lítill, stundum stór, stundum miðlungs.

Ég hef tileinkað mér nokkra hluti síðustu ár sem hjálpa mér að ná tökum á þessum óvin sem kvíðinn er.

38723438_229458914346413_4654210261991817216_n

Þetta er yfirleitt það fyrsta sem ég gríp í að gera. Ég bara sest niður og einbeiti mér.

38778034_443681456115578_7549996892218720256_n

Þetta er ofboðslega gott til þess að núllstilla sig alveg.

Anxiety relief meditation, fullt af frábæru efni á youtube t.d.

Ég hlusta ofboðslega mikið á tónlist og hef í gegnum árin fundið hvað það er sem róar mig mest. Stundum þarf ég göngutúr með tónlist, stundum bað, stundum að leggja mig. Það hentar ekki það sama fyrir alla.

Talaðu við einhvern. Vin/vinkonu, maka, foreldra, fagaðila. Að burðast einn með hlutina inn í sér er það versta sem hægt er að gera í okkar stöðu.

Höfum í huga að það er auðvitað ofboðslega misjafnt hvað virkar fyrir hvern og einn, það sem virkar fyrir mig er ekkert endilega að fara að virka fyrir þig.

Ég hef í gegnum ca síðustu 3 árin lagt gríðarlega mikla vinnu í að finna hvað er að virka fyrir mig. Ég nota að mestu þessa hluti en stundum eitthvað allt annað. Ástæður kvíða eru virkilega misjafnar. Stundum fæ ég ofsakvíða, stundum heilsukvíða, stundum mjög vægan og svo framvegis.

Við eigum bara eitt líf elsku fallega fólk, látum okkur líða vel í eigin skinni, fáum hjálp ef við erum ekki upp á okkar besta. Stundum virkar bara ekkert, stundum verður maður bara að kyngja stoltinu, fara á lyf og fara í einhverskonar meðferð. Við erum misjöfn eins og við erum mörg, við komum úr misjöfnum aðstæðum með mismunandi bakgrunn. Við skulum samt umfram allt muna að lífið er núna.

Færslan er skrifuð af Valkyrju Söndru og birtist upphaflega á Mæður.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Brighton staðfestir brottför De Zerbi

Brighton staðfestir brottför De Zerbi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Búnir að finna arftaka Greenwood – Hefur aðeins skorað þrjú mörk

Búnir að finna arftaka Greenwood – Hefur aðeins skorað þrjú mörk
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Myndband sýnir hrottalegt ofbeldi Diddy gegn fyrrum kærustu sinni

Myndband sýnir hrottalegt ofbeldi Diddy gegn fyrrum kærustu sinni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Varð yngsti leikmaður í sögu efstu deildar og bætti met stórstjörnu – Var 13 ára fyrir mánuði síðan

Varð yngsti leikmaður í sögu efstu deildar og bætti met stórstjörnu – Var 13 ára fyrir mánuði síðan
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Baldur Þórhallsson – Gangi Alþingi fram af þjóðinni skal forseti tafarlaust vísa málinu til þjóðarinnar

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Baldur Þórhallsson – Gangi Alþingi fram af þjóðinni skal forseti tafarlaust vísa málinu til þjóðarinnar
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Upplifði vítiskvalir á Ozempic: „Verra en að eignast barn“

Upplifði vítiskvalir á Ozempic: „Verra en að eignast barn“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Jóhann Berg gráti næst er hann kvaddi – Sjáðu myndbandið

Jóhann Berg gráti næst er hann kvaddi – Sjáðu myndbandið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.