fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Lögregluskýrsla staðfestir að ekið var yfir Hreggvið

DV birtir atburðarás meintrar líkamsárásar í Árnessýslu þar sem ótrúlegar nágrannaerjur geisa

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 2. mars 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn lögreglu á meintri alvarlegri líkamsárás við bæina Langholt 1 og 2 í Árnessýslu er lokið og hefur málið verið sent til ákærusviðs. Fórnarlamb hinnar meintu árásar, Hreggviður Hermannsson, tjáði sig um árásina í viðtali við DV í byrjun janúar á þessu ári. Sakaði Hreggviður nágranna sinn, Ragnar Val Björgvinsson, um að hafa reynt að keyra yfir hann á bifreið. „Hann reyndi að drepa mig,“ sagði Hreggviður í umræddu viðtali en segja má að árásin hafi verið lokahnykkurinn í nágrannadeilum sem eiga sér vart hliðstæðu hérlendis.

Ásakanirnar hafa gengið á víxl milli nágrannanna undanfarin ár og hefur lögregla þurft að hafa ítrekuð afskipti af málinu. Það sem greinir þessa meintu árás frá öðrum er sú að hún náðist á upptöku nokkurra öryggismyndavéla sem lögreglan lagði hald á. Myndavélarnar voru í eigu meints árásarmanns. Hreggviður hefur freistað þess að fá afrit af myndbandsupptökunum til þess að höfða einkamál gegn nágranna sínum. Verklagsreglur lögreglu heimila ekki slíkt en þess í stað fékk Hreggviður atburðarás myndbandsins skrifaða upp af lögreglumanni. Þá skýrslu hefur DV undir höndum og birtir hér orðrétt.

„Ég hef verið þeirra skoðunar að lögreglan hafi dregið taum nágranna minna í deilum okkar. Allur tittlingaskítur er tíndur til um mig og keyrður í gegnum réttarkerfið,“ segir Hreggviður í samtali við DV. Eins og DV fjallaði um hlaut hann 30 daga fangelsisdóm á dögunum fyrir litlar sakir að eigin sögn. „Ég áfrýjaði þeim dómi og málið verður fljótlega tekið fyrir í Landsrétti,“ segir Hreggviður. Hann segist hafa leitað til fjölmiðla því hann treystir ekki málsmeðferð lögreglunnar. „Dóttir nágranna minna starfar á ákærusviði lögreglunnar og ég tel að það sé ástæðan fyrir því að ákærum mínum, meðal annars um líkamsárásir, er vísað frá. Rannsókn þessarar árásar er lokið og málið er því komið til ákærusviðs lögreglunnar. „Ég hef ekki mikla trú á því að nágranni minn verði ákærður, jafnvel þótt óyggjandi sönnunargögn liggi fyrir. Ég þarf að leita réttlætis með öðrum hætti,“ segir Hreggviður.

Atburðarásin var orðrétt þessi samkvæmt skýrslu lögreglu:

Kl. 15:22:59 má sjá hvar bifreiðin MH-208 hefur stöðvað við enda heimreiðar og Fríður Sólveig stígur út úr bifreiðinni og gengur að lokun.
Kl. 15:22:10 má sjá hvar bifreiðin MH-208 er ekið áfram í sömu mund og Fríður gengur að öðrum enda lokunar og fyrir framan bifreiðina.
Kl. 15:23:18 má sjá hvar Fríður leggur af stað gangandi inn heimreiðina og dregur gaddavír á eftir sér. Í sömu mund er bifreiðinni MH-208 ekið aftur á bak
Kl. 15:23:24 byrjar Fríður að hlaupa við fót og Hreggviður Hermannsson kemur í mynd og tekur á rás á eftir Fríði.
Kl.15:23:27 má sjá hvar Hreggviður Hermannsson stígur á gaddavír, Fríður Sólveig stöðvar og snýr að Hreggviði og bakkar. Í sömu mund má sjá hvar bifreiðinni MH-208 er ekið af stað inn heimreiðina.
Kl.15:23:30 má sjá hvar Hreggviður Hermannsson beygir sig fram og teygir með hægri hendi að rúlluplasti sem er fast á gaddavír. Fríður Sólveig hörfar aftur á bak undan Hreggviði og bifreiðin MH-208 stefnir á Hreggvið sem snýr baki í bifreiðina.
Kl. 15:23:31 má sjá hvar Hreggviður kastast upp á vélarhlíf MH-208 og lendir á bakinu. Fríður Sólveig snýr að bifreiðinni MH-208 hægra megin við bifreiðina.
Kl. 15:23:35 er bifreiðin MH-208 kyrrstæð og Hreggviður stendur fyrir framan bifreiðina.
Kl.15:23:35 má sjá hvar bifreiðinni MH-208 er ekið af stað og í sömu mund má sjá hvar Hreggviður Hermannsson lyftir upp hægri hendi og reiðir til höggs
Kl.15:23:36 hörfar Hreggviður Hermannsson undan bifreiðinni MH-208 sem er ekið áfram og er beygt til vinstri.
Kl.15:23:37 er bifreiðinni MH-208 ekið áfram til hægri í átt að öspum utan við heimreiðina
Kl.15:23:38 má sjá hvar hvar Hreggviður Hermannsson styður hendi á vélarhlíf en hann hörfar aftur á bak undan MH-208. Sjá má hvar snjór þeytist undan afturenda bifreiðarinnar er stefnir á aspir. Fríður Sólveig er á þessu augnabliki hægra megin við bifreiðina, fyrir miðju hennar.
Kl.15:23:39 er framendi bifreiðarinnar MH-208 á milli aspa og sjá má hvar snjór þeytist undan afturenda bifreiðarinnar inn á heimreiðina. Sjá má hvar Fríður Sólveig ber við afturenda MH-208.
Kl.15:23:41 er bifreiðin komin fram hjá öspum inn á svokallaða eyju og sjá má hvar Hreggviður Hermannsson liggur á vélarhlíf bifreiðarinnar og fótur/fætur eru á lofti.
Kl.15:23:43 má sjá greinilega hvar Hreggviður Hermannsson liggur á vélarhlíf bifreiðarinnar sem ekið er greitt og má sjá hvar ökumaður, Ragnar Valur Björgvinsson, byrjar að beygja bifreiðinni. Á sömu sekúndu er bifreiðinni beygt til hægri og sjá má hvar snjór þeytist undan bifreiðinni. Á sömu mund má sjá hvar Hreggviður er að falla af bifreiðinni
Kl.15:23:44 er Hreggviður fallinn af bifreiðinni. Vinstri hlið bifreiðarinnar og Hreggviður Hermannsson falla saman, ekki er hægt að greina Hreggvið í mynd af þeim sökum. Bifreiðin rásar til hægri í krappri beygju. Sjá má síðan hvar afturendi MH-208 fer upp að aftan og greina má líkama Hreggviðs við afturenda bifreiðarinnar. Ekki er hægt að greina hvaða líkamshluti Hreggviðs sést á myndskeiðinu. Sjá má hvar afturendi MH-208 fer aftur niður og sjá má Hreggvið sem þúst upp við vinstri afturenda bifreiðarinnar.
Kl.15:23:45 má sjá hvar afturendi MH-208 þeytist til vinstri í hægri beygju og sjá má hvar Hreggviður er sem þúst við afturenda bifreiðarinnar. Á þessum tímapunkti má sjá hægri hlið bifreiðarinnar. Síðan má sjá hvar Hreggviður ber saman við afturenda bifreiðarinnar og sjá má hvar snjór þeytist undan afturenda bifreiðarinnar, spól í krappri hægri beygju.
Kl.15:23:46 má greina Hreggvið Hermansson sem þúst við afturenda bifreiðarinnar
Kl.15:23:47 má sjá hvar Hreggviður krýpur á fjórum fótum og framendi MH-208 vísar að öspum, stefnir að öspum og sjá má hvar snjór þeytist undan afturenda bifreiðarinnar.
Kl.15:23:50 má sjá hvar Hreggviður Hermannsson reisir sig upp.
Kl.15:23:52 er Hreggviður staðinn upp og þá er framendi MH-208 milli aspa.
Kl.15:23:53 er bifreiðinni MH-208 ekið á milli aspa í átt að heimreið. Hreggviður leggur af stað, stingur við fót, áleiðis til baka af eyju sömu leið.
Kl.15:23:58 er bifreiðin MH-208 stöðvuð á heimreið, bílstjórahurð opin og Fríður gengur heimreið í átt að Langholti 2.
Kl.15:24:10 er bifreiðin MH-208 og Fríður Sólveig komin úr mynd og Hreggviður er þá kominn að heimreið og gengur til baka
Kl.15:24:40 er Hreggviður kominn úr mynd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum