fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Ráðist á transkonu á Lækjartorgi – „Ég var fegin að þetta fór ekki verr“

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 26. október 2018 15:30

Candice Aþena

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Líkamlegu áverkarnir eru í raun aukaatriði, þetta tekur mest á sálina,“ segir transkonan Candice Aþena Jónsdóttir. Síðastliðið þriðjudagskvöld varð Candice fyrir aðkasti og árás hóps Pólverja á Lækjartorgi. „Ég var bara á rölti þegar einn úr hópnum fór að abbast upp á mig. Kallaði mig öllum illum nöfnum og hrækti síðan á mig. Ég reyndi að tala hann til en þá stökk hann upp og sparkaði í höndina á mér. Ég hélt fyrst að ég væri brotin,“ segir Candice í samtali við DV.

Hún fór í kjölfarið upp á bráðamóttöku til þess að fá bót meina sinna. Blessunarlega var höndin ekki brotin heldur brákuð. Að sögn Candice er þetta ekki í fyrsta skipti sem hún verður fyrir áreiti og aðkasti á almannafæri.

„Þetta gerist því miður reglulega og útlendingarnir eru mun verri en Íslendingar. Yfirleitt eru þetta þó ljót orð en ekki líkamlegt ofbeldi. Ég myndi ekki segja að Íslendingar væru alveg fordómalausir en þeir eru mun umburðalyndari,“ segir Candice. Hún segist ekki hafa ákveðið hvort hún kæri árásina. „Þetta var mikið sjokk og ég var óttaslegin. Ég var fegin að þetta fór ekki verr. Ég á enn eftir að ákveða hvort það hafi eitthvað upp á sig að kæra þessa árás. Ég vil að minnsta kosti að allir séu meðvitaðir um hvað transfólk þarf að ganga í gegnum og fordæmi hegðun sem þessa,“ segir Candice.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Fréttir
Í gær

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Í gær

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Í gær

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“